Söngfélagið á Klaustri
- Nánari upplýsingar
Söngfélag Skaftfellinga í Reykjavík og kórinn Östergök frá Lundi í Svíþjóð
verða með tónleika í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri
fimmtudaginn 13. maí kl.16:00. Flutt verða íslensk og erlend sönglög.
Stjórnandi Söngfélags Skaftfellinga er Friðrik Vignir Stefánsson
og Vignir Þór Stefánsson spilar á píanóið. Stjórnandi Östergök er Karin Källén.
Aðgangur kr.1.000. Allir velkomnir.
Vortónleikar Söngfélags Skaftfellinga
- Nánari upplýsingar

Fyrsta söngæfingin 15. september 2009
- Nánari upplýsingar
Nú hefur Söngfélag Skaftfellinga í Reykjavík tekið til starfa á ný eftir gott sumarfrí. Mættu allir sem voru með síðasta vetur, auk nokkurra nýrra félaga, alls 36 manns. Það voru góðir endurfundir, sönggleði mikil og glatt á hjalla í kaffipásunni. Greinilegt að fólk hafði frá mörgu að segja eftir sumarið. Friðrik Vignir stjórnandi náði að kynna fyrir kórnum nokkur ný lög og náði ágætum tóni frá kórnum. Góð byrjun á söngvetri.
Enn eru laus pláss fyrir nýja félaga og er full þörf á að fjölga fólki í kórnum. Best er að vera með frá byrjun vetrar. Söngæfingar verða í Skaftfellingabúð öll þriðjudagskvöld í vetur og hefjast kl. 20. Langur laugardagur verður 7. nóvember, en þá verður æft í 4-6 klukkutíma með hléum. Stjórnandi er Friðrik Vignir Stefánsson.
Í stjórn Söngfélagsins sitja nú:
Kolbrún Einarsdóttir formaður, Steinunn Helga Lárusdóttir ritari, Unnur Stefanía Alfreðsdóttir gjaldkeri, Kjartan Kjartansson meðstjórnandi, Svandís Pálína Kristiansen meðstjórnandi
og Guðlaugur Jón Ólafsson, varamaður.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem Kristinn Kjartansson tók á fyrstu æfingunni.



Kórinn - Fyrsta æfing vetrarins
- Nánari upplýsingar
Fyrsta æfing Söngfélags Skaftfellinga verður þriðjudagskvöldið 15. september í Skaftfellingabúð og hefst kl. 20. Æfingar verða á þriðjudagskvöldum í vetur. Stjórnandi kórsins er Friðrik Vignir Stefánsson.
Söngglaðir Skaftfellingar eru eindregið hvattir til að koma í kórinn og taka vini og vandamenn með. Söngfélagið er opið öllum og best að vera með frá byrjun vetrar. Upplýsingar gefur Kolbrún Einarsdóttir s: 618 8761
Stjórn Söngfélags Skaftfellinga
Tónleikar og vorkaffi
- Nánari upplýsingar
Söngfélag Skaftfellinga heldur sína árlegu vortónleika í Seltjarnarneskirkju
sunnudaginn 10. maí 2009, kl. 14:00.
Á efnisskránni eru innlend og erlend sönglög.
Einsöngvari
Jóna G. Kolbrúnardóttir, sópran
Stjórnandi Friðrik Vignir Stefánsson
Meðleikarar
Jón Elfar Hafsteinsson, gítar
Jón Rafnsson, kontrabassi
Vignir Þór Stefánsson, píanó
Aðgangseyrir kr. 1.500
Eftir tónleikana verður vorkaffi Skaftfellinga í safnaðarheimili kirkjunnar.
Þá heldur Söngfélag Skaftfellinga tónleika í sal Tónlistarskólans á Akranesi
laugardaginn 9. maí 2009, kl. 14:00
Skaftfellingamessa
- Nánari upplýsingar
Fjölmenni var á Skaftfellingamessunni í Breiðholtskirkju á sunnudaginn 15. mars. Söngfélag Skaftfellinga söng við messuna undir stjórn Friðriks Vignis ásamt Samkór Hornafjarðar sem stjórnað var af Kristínu Jóhannesdóttur. Einsöng með kórunum söng Sólveig Sigurðardóttir (dóttir presthjónanna Sigurðar og Kristínar). Steinar Þór Kristinsson (sonur Kristins í Söngfélaginu) spilaði undir á trompet. Prestar Breiðholtskirkju Sr. Gísli Jónason og Sr. Bryndís Malla Elídóttir sáu um athöfnina ásamt Sr. Sigurði Kr. Sigurðssyni presti Hornfiðringa og Sr. Fjalari Sigurjónssyni fyrrum presti á Kálfafellsstað. Friðrik Vignir og Kristín voru organsistar. Eftir messu var boðið upp á kaffi og söng Söngfélagsins í safnaðarheimili kirkjunnar.
Myndir eru komnar inn á myndasafnið.