Öræfaball ~ 21. nóvember
- Nánari upplýsingar
Fimm ár eru síðan Öræfingar hóuðu í fyrrum sumardvalarbörn og héldu samkomu í Skaftfellingabúð. Nú á að endurtaka leikinn með kvöldskemmtun laugardaginn 21. nóvember. Myndasýning verður á tjald, Steinunn Björg og Jónína Ara syngur nokkur lög, Einar Jónsson spilar á píanóið og Stefán Bjarnason verður með nikkuna. Að sjálfsögðu verður hópsöngur og sitthvað fleirra. Síðan mun Hornfirðingurinn Grétar Örvarsson leika fyrir dansi.
Aðalatriðið er að hitta mann og annan, taka lagið og tjútta smávegis.
Spilakvöld 12. nóv
- Nánari upplýsingar
Fimmtudag 12. nóv. kl. 20:00 verður þriðja spilakvöldið hjá Rangæingafélaginu í Skaftfellingabúð í samvinnu við Skaftfellingafélagið. Og þá er eitt kvöld eftir 26. nóv. Spilakvöldin eru undir stjórn Gunnars Guðmundssonar og Sigurjónu Björgvinsdóttur Rangæinga.
Verðlaun verða veitt fyrir hvert kvöld og svo heildarverðlaun í lokin, en það er helgardvöl í orlofshúsi Rangæingafélagsins.
Aðgangseyrir er kr. 1000, innifalið kaffi og meðlæti.
Myndakvöld ~ 5. nóvember
- Nánari upplýsingar
Fimmtudaginn 5. nóvember, kl. 20 í Skaftfellingabúð sýnir Arnar Bjarnason frá Þykkvabæ í Landbroti myndir frá gönguferð úr sæluhúsinu við Blæng á Austursíðuafrétti yfir í Núpsstaðarskóga.
Aðgangseyrir 1000 kr. – Innifalið er kaffi og kruðerí.
Spilakvöld
- Nánari upplýsingar
Eins og tíðkast hefur síðustu ár, stendur Rangæingafélagið fyrir spilakvöldum í Skaftfellingabúð í samvinnu við Skaftfellingafélagið. Framundan eru fjögur fimmtudagsspilakvöld undir stjórn Gunnars Guðmundssonar og Sigurjónu Björgvinsdóttur Rangæinga.
Verðlaun verða veitt fyrir hvert kvöld og svo heildarverðlaun í lokin, en það er helgardvöl í orlofshúsi Rangæingafélagsins.
Aðgangseyrir er kr. 1000, innifalið kaffi og meðlæti.
Spilakvöld verða sem hér segir: 15. og 29. október, 12. og 26. nóvember – kl. 20:00.
Sem sagt, fyrstu spil eru 15. október.
Fýlaveisla
- Nánari upplýsingar
Hin árlega og ómissandi fýlaveisla verður
í Skaftfellingabúð fyrsta vetrardag,
laugardaginn 24. október 2015
og hefst með borðhaldi kl. 20.
Húsið verður opnað upp úr kl. 19.
Aðgangur kr. 6.500
Að venju verður borinn fram saltaður fýll úr Mýrdalnum,
veiddur af Tryggva Ástþórssyni o.fl. og verkaður
undir vökulum augum Málfríðar Eggertsdóttur.
Þá verður boðið upp á hangikjöt og meðlæti,
flatkökur frá Mörk, rófur frá Þórisholti
og kartöflur frá Seljavöllum.
Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi
og auk þess verða leikin létt lög af plötum
Miðapantanir til og með 22. október
Hákon (821 2115) & Helgi (899 4818)
Hreinsunardagur í Heiðmörk
- Nánari upplýsingar
Þeir sem vilja láta gott af sér leiða og taka til hendinni í fögru umhverfi eru góðfúslega hvattir til að mæta í lund félagsins í Heiðmörk laugardaginn 30. maí, kl. 10, með nesti, sagir, klippur og annað er að gagni kemur við fegrun lundarins