Skip to main content

Fyrsta söngæfingin 15. september 2009

Nú hefur Söngfélag Skaftfellinga í Reykjavík tekið til starfa á ný eftir gott sumarfrí. Mættu allir sem voru með síðasta vetur, auk nokkurra nýrra félaga, alls 36 manns. Það voru góðir endurfundir, sönggleði mikil og glatt á hjalla í kaffipásunni. Greinilegt að fólk hafði frá mörgu að segja eftir sumarið. Friðrik Vignir stjórnandi náði að kynna fyrir kórnum nokkur ný lög og náði ágætum tóni frá kórnum. Góð byrjun á söngvetri.
Enn eru laus pláss fyrir nýja félaga og er full þörf á að fjölga fólki í kórnum. Best er að vera með frá byrjun vetrar. Söngæfingar verða í Skaftfellingabúð öll þriðjudagskvöld í vetur og hefjast kl. 20. Langur laugardagur verður 7. nóvember, en þá verður æft í 4-6 klukkutíma með hléum. Stjórnandi er Friðrik Vignir Stefánsson.
Í stjórn Söngfélagsins sitja nú:
Kolbrún Einarsdóttir formaður, Steinunn Helga Lárusdóttir ritari, Unnur Stefanía Alfreðsdóttir gjaldkeri, Kjartan Kjartansson meðstjórnandi, Svandís Pálína Kristiansen meðstjórnandi
og Guðlaugur Jón Ólafsson, varamaður.

 Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem Kristinn Kjartansson tók á fyrstu æfingunni.

skaft_kor-01.jpgskaft_kor-02.jpgskaft_kor-03.jpg

skaft_kor-04.jpgskaft_kor-05.jpgskaft_kor-07.jpg