Það er að rætast úr veðurspánni þannig að við stefnum ótrauð að því að leggja af stað á laugardagsmorgun kl. 08:30 frá þjónustumiðstöðinni í Skaftafelli.  Eftir ábendingar manna sem þekkja þessi leið vel þá ráðleggja þeir okkur að fara Vestragil og upp Bláhnjúkadal og þaðan upp á Eggjar og þegar þar er komið upp er hægt að ganga bæði frama á topp Bláhnjúks, kíkja yfir í Norðurdal og síðna yfir í Kjósina.  Og þeir sem eru ennþá fullir orku geta síðan gengið austur Eggjarnar og niður Austurdal og meðfram Réttargili (leið merkt með bláu) en þeim sem ætla að ganga eftir Eggjum er eindregið ráðlagt að hafa góða göngustaf og helst stöng eins og Sigurður Jakobsson sést með á meðfylgjandi mynd.  sigjak-stong3a.jpg

eggjar_09.jpgSvo minnum við fólk að taka með sér föt eftir veðri og alltaf má reikna með því að veðrið geti breyst töluvert yfir daginn.