Fimmtudaginn 10. nóv. Kl. 20:00 verður myndasýning á vegum Skaftfellingafélagsins, í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14.

Þetta er fyrsta samkoma vetrarins og hún er einnig eftir töluvert langt Covid hlé og því mun aðgangur verða ókeypis og kaffiveitingar í hléi.
Haukur Snorrason ljósmyndari og flugmaður mun sýna myndir, aðalega úr flugi, hann mun dekka stóra hluta suðurlandsins frá Heklu til Hornafjarðar, myndir frá Fjallabaksveg syðri, Landmannalaugum, Langasjó og víðar, einnig munu nokkrar myndir frá föður Hauks, Snorra Snorrasyni fljóta með.
Einnig mun Kári Kristjánsson landvörður verða með myndir, hans myndir eru aðalega frá svæðinu norðan Vatnajökuls, Kverkfjöll, Herðubreiðarlindir, Hvannalindir og annað sem er í ríki hans.

Kambar Skaftá2