Núna er loksins komin skilyrði til að hittast aftur og hefst dagskrá vetrarins með því að Snævarr Guðmundsson náttúrulandfræðingur og ljósmyndari verður með fyrirlestur og myndasýningu, fimmtudagskvöldið 4. nóvember kl. 20:00 í Breiðfirðingabúð. Snævarr mun sýna myndir úr Skaftafellssýslum en hann hefur undanfarin ár myndað og mælt jöklana, einnig hefur hann farið yfir gamlar myndir til þess að átta sig á þróuninni. Einnig mun hann sýnar aðrar myndir af svæðinu en hann hefur gengið um flesta færa bletti, eins og sést vel í bóka hans frá 1999 „Þar sem landið rís hæst“.


Og tilefni þessara tímamóta að starfsemi áttugasata og fyrsta árs Skaftfellingafélagsins hefst þá verður frítt inn og kaffi í hlé.

Svínafellsjökull 2016