Mánudagskvöldið 24. júní býður Skaftfellingafélagið áhugasömum að ganga um reit félagsins, Skaftafell, í Heiðmörk. Miðað verður við að hittast eftir kvöldmat c.a. 19:30.
Beygt er austan við Rauðavatn þar sem merktur er afleggjari 408 Heiðmörk og keyrður sá vegur fram hjá afleggjara að Elliðavatnsbænum og austur að skilti sem stendur á Hraunslóð og þaðan er 1,6 km að reitnum.

Heidmork2

Heidmork1