Skip to main content

Myndakvöld - 28 mars

Myndakvöld á vegum Skaftfellingafélagsins er áformað 28. mars kl. 20:00 í Breiðfirðingabúð í Faxafeni 14, efri hæð.
Þar munu Kári Kristjánsson, starfsmaður Vatnajökulsþjóðgarðs, og Páll Imsland jarðfræðingur sýna myndir og miðla fróðleik.

Kári sér um fyrri hálfleik og leiðir fólk úr Vonarskarði um svæðið austan Tungnaár suður í Laka, með viðkomu við Langasjó og í Eldgjá, svo þekkt kennileiti séu nefnd.

Eftir kaffihlé verður Páll Imsland með myndskreyttan fyrirlestur um þróun og aldur strandlónanna á Suðausturlandi, meðal annars Hornafjarðar.
Annar kafli dagskrár hans nefnist Land og lýður og byggist á myndasýningu af landslagi og uppákomum á Suðausturlandi.
Þriðja og síðasta atriði hans nefnist: Sauðfé ferjað úr Breiðamerkurfjalli. Það er um fimm mínútna kvikmyndabrot frá haustinu 2016.

Pimsl 01a