Skip to main content

Myndakvöld 23. febrúar

Gísli Eiríksson sýnir eigin myndir og myndir föður síns; Jónasar Gíslasonar, brúarsmiðs hjá Vegagerðinni, sem smíðaði margar brýr í Öræfum og víðar.
Stærstumannvirkin eru brýrnar þrjár á Skeiðarársandi fyrir 1974, Jökulsárbrú á Breiðamerkursandi og Borgarfjarðarbrúin. Einnig smíðaði hann gömlu Fjallsárbrúna og nokkrar minni brýr í Öræfum, (yfir Hólá, Stigá, Gljúfursá, Kotá, og Svínafellsá, að minnsta kosti). Fjölskyldan var oft með Jónasi því konan hans, Þorgerður Þorleifsdóttir frá Fossgerði á Berufjarðarströnd, var lengi ráðskona í flokknum. Gísli er elstur barna þeirra og tók ungur til hendinni við brúarsmíðina. Hann var ötull myndasmiður og myndir þeirra feðga spanna merkilega t ímaí uppbyggingu samgöngumannvirkja .

 


Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur mun fjalla um bók fjallavistfræðingsins Dr. Jack D. Ives, Skaftafell í Öræfum - Íslands þúsund ár og minnast Hálfdáns á Kvískerjum.
Þar er fjallað um náttúru og mannlíf í Öræfum frá landnámsöld fram á okkar daga; aðdragandann að stofnun Skaftafellsþjóðgarðs; leiðangra ensku stúdentanna 1952-1954 og ævintýri þeirra. Árið 1953 týndust tveir leiðangursmanna á leið frá tjaldbúðunum á jöklinum á Hvannadalshnúk og er ekki vitað um afdrif þeirra né hvað gerðist. Sumarið 2006 fundust leifar af búnaði þeirra á Skaftafellsjökli. Í bókinni er áhrifamikil frásögn af þessum atburðum. Fjöldi mynda og korta eru í bókinni sem sýna þau býli sem þraukað hafa í meira en þúsund ár, ásamt mörgum þeirra bæja og kirkna sem jöklagangur og eldvirkni hafa þurrkað út. Einnig sýna kortin jökulsporða, farvegi jökuláa og helstunytjalönd.

Einnig mun Hjörleifur rifja upp kynni sín af Hálfdáni á Kvískerjum.

Og minnum á að á föstudagskvöldið 24. febrúar kl. 20:00 er síðan Íslandsmeistaramót í Hornafjarmanna í Skaftfellingabúð.