Skip to main content

Aðventustund - 4. des

Að venju var fjölmennt á aðventustund Skaftfellingafélagsins í Reykjavík, en talið er að hátt í 200 manns hafi heimsótt okkur að meðtöldum jólasveinunum síkátu og skemmtilegu.
Skúli formaður setti samkomuna og að því búnu söng Söngfélag Skaftfellinga nokkur jólalög undir stjórn Violetu Smid fyrrverandi stjórnanda til margra ára í fjarveru Friðriks Vignis Stefánssonar kórstjóra.
Bornar voru fram stórglæsilegar kaffiveitingar sem söngfélagar sáu að mestu leyti um að reiða fram.
Helena Marta Stefánsdóttir stjórnaði söng og dansi kringum jólatréð og faðir hennar Stefán Bjarnason sá að venju um undirleik á harmonikku auk sr. Einars Jónssonar sem lék á pínanóið.
Varð þetta hin besta skemmtun og undir lok stundarinnar drógu sveinarnir mandarínur upp úr pokum sínum.
Þökkum öllum innilega fyrir komuna.
       Stjórn Skaftfellingafélagsins í Reykjavík.