Skip to main content

Vortónleikar og kaffi

vortonl.2015Sunnudaginn 10. maí, kl. 14:00 heldur Söngfélag Skaftfellinga sína árlegu vortónleika í Seltjarnarneskirkju. Á efnisskrá eru innlend og erlend sönglög auk þess sem "Vinir Skúla" troða upp með hressilegum flutningi sínum. Hljóðfæraleik annast Jón Rafnsson (bassi), Matthías Stefánsson (fiðla) og Pálmi Sigurhjartarson (píanó). 
Nærri 40 félagar hafa stundað æfingar í vetur undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar. Kórinn fór í velheppnaða söngferð til Ísafjarðar um liðna helgi, þar sem dvalið var að Núpi í Dýrafirði og sungið í Ísafjarðarkirkju við góðar undirtektir. 
 
Að loknum tónleikum býður Skaftfellingafélagið og Söngfélagið til kaffisamsætis í Skaftfellingabúð - eða upp úr kl. 15:30. Þar verður auk þess slegið upp söng af einhverju tagi. 
 
Aðgangseyrir á tónleika er kr. 2.000 - frítt fyrir 17 ára og yngri. 
 
Allir velkomnir.