Skip to main content

Öræfaball

Öræfa – sveita,,barna“ball verður
í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178, 4. hæð (Bolholts- megin) 

Ákveðið hefur verið að laugardaginn 6. nóvember verði „ball í fundarhúsinu“, svipað og haldið var í nóvember í fyrra. Það verður í Skaftfellingabúð, húsnæði Skaftfellingafélagsins í Reykjavík á Laugavegi 178, 4. hæð.  Húsið verður opnað kl. 20. 

Í fyrra söfnuðust mörg nöfn og heimilisföng fólks var í sveit í Öræfum eða ólst þar upp.  Allir á þeim lista fá þetta bréf sent, ásamt heimafólki í Öræfum.  Ekki er víst að öll nöfn hafi fundist og er enn beðið um að þið látið þau sumardvalarbörn vita sem þið munið eftir og getið haft samband við með góðu móti. 
 
Hugmyndin er að „börn“ sem hafa verið í sveit í Öræfum og sem flestir Öræfingar, heima og að heiman, hittist og njóti samvista. Makar eru einnig velkomnir.  Dagskráin verður í anda liðinnar tíðar og sem mest í ykkar eigin höndum. Sýndar verða myndir úr sveitinni, sagðar stuttar sögur, spjallað saman og sungið. Hljómsveitin Eygló úr Öræfum leikur fyrir dansi eða harmóníkuspilarar úr sveitinni góðu.

Nefndina langar að vita um þátttöku sem fyrst, helst fyrir mánaðamótin september/október. Húsnæðið er takmarkað og því er vissara að panta tímanlega. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Gunnþóru, Ingu, Jónínu, Péturs eða Sollu, með tölvupósti eða símtali.
Einnig er gott að fá uppgefið ef einhver býðst til að segja stuttar reynslusögur í bundnu eða óbundnu máli, eða spila og syngja (flygill, harmonikkur og gítar verða á staðnum). 
 Boðið verður upp á kaffi, kleinur og flatkökur.  Öl og vín verður selt á hóflegu verði.  Miðaverð er kr. 1.500.

Kærar kveðjur,
Gunnþóra Gunnarsdóttir frá Austur-Hjáleigu, Hnappavöllum. 892 541

Fýlaveisla

Fýlaveislan verður haldin að vanda fyrsta vetrardag, 23 október.  Búið er að veiða og verka nægt magn.

Nánari dagskrá kemur síðar. 

Gönguferð með Brúnum; Hunkubakkar

Þá er farið að líða að síðustu skipulögðu göngunni á vegum Ferðamálafélags Skaftárhrepps þetta sumarið, en ánægjulegt er hve góðar móttökur þær hafa fengið.  
Nú er tækifærið fyrir þau ykkar sem hafa verið á leiðinni í allt sumar….  og auðvitað mætum við hin líka 

Ferðinni er að þessu sinni heitið austur með Brúnum; frá Hunkubökkum að Kirkjubæjarklaustri á morgun miðvikudaginn 1. september.

Hana leiða hjónakornin á Hunkubökkum, Björk Ingimundardóttir og Björgvin Harðarson.

Mæting er við Hunkubakka (fjárhúsið þeirra B&B) kl. 19:00, en fyrir þá sem koma austan að er tilvalið að sameinast í bíla við Skaftárskála kl. 18:50.  Verð í ferðina er kr. 500.


Hlökkum til að sjá ykkur!!
Göngudeild Ferðamálafélagsins

Gönguferðir um helgina 21. & 22. ágúst

Gönguferð um Meðalland; Botnar – Hólmasel – Hnausar

Á sunnudaginn kemur stendur Ferðamálafélag Skaftárhrepps fyrir spennandi göngu um Meðallandið, sem víða leynir á sér.

Gangan hefst við Botna, þar sem Fljótsbotninn undraverði verður skoðaður.  Síðan verður gengið með Eldvatninu og komið við í Hólmaseli, kirkjustað Meðallendinga sem fór undir hraun í Skaftáreldum.  Kirkjumunir urðu allir Eldinum að bráð, þ.á.m. klukkan úr Þykkvabæjarklausturskirkju, sem fengin hafði verið að láni og enn er óskilað (!!)

Í lok göngunnar verður tekið hús á Villa á Hnausum og baðstofan þar á bæ skoðuð.  Einnig stendur til að heimsækja slóðir loðna mannsins á Skarði.

Mæting er við Botnaafleggjarann kl. 9:00.  Gangan er nokkuð létt og hæfir flestum þokkalega sprækum.  Áætluð heimkoma er fyrir kvöldmat.

Verð í ferðina er að hámarki 1.500 krónur og eru akstur og fararstjórn innifalin.  Athugið að hægt er að fá far frá Klaustri ef það hentar.  Endanlegt verð mun ráðast af fjölda þátttakenda og fyrirkomulagi aksturs.

Um fararstjórnina sér Júlíana Þóra Magnúsdóttir þjóðfræðingur frá Syðri-Steinsmýri í Meðallandi og mega þátttakendur því eiga von á mörgum góðum sögum.

Skráning er hafin á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , hjá Ingibjörgu í s. 899-8767 og Ólöfu Rögnu í s. 848-5427.  Það er til mikilla bóta ef fólk skráir sig tímanlega, svo að hægt verði að skipuleggja fyrirkomulag aksturs.

Sjáumst spræk með nesti og nýja skó!

Göngudeild Ferðamálafélagsins

&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&

Berjaferð í nágrenni Kvískerja.

Ferðafélag A-Skaftfellinga stendur fyrir berjaferð í nágrenni Kvískerja á laugardaginn.  Því er gott tækifæri fyrir fólk sem kemur lengra að, að smella sér í báðar ferðirnar og gera góða helgarferð.  Sjá www.gonguferdir.is/index.php?option=com_content&task=view&id=12&Itemid=26

Upphaf ferðarinnar er miðuð við bílastæði á Höfn.

Þarna er upplagt að tína sér nesti fyrir ferðina um Meðalland !

Heiðmerkurdagur

Á laugardaginn næsta 29. maí verður hátíð í Skaftafelli sem er reitur félagsins í Heiðmörk.  Hátíðin verður frá kl. 13:00 til c.a. 16:00.  Þar verður boðið upp á kórsöng, harmonikuspil, leiki, göngur og grillaðar pylsur.  Gunnar Már Hauksson (frá Hólum) og Guðjón Jónsson (frá Fagurhólsmýri) segja frá upphafi gróðursteningar og sögu reitsins.  

Allir Skaftfellingar eru hvattir til að mæta og skoða reitin og sjá þær framkvæmdir sem hafa verið gerðar seinustu misserin.

Fyrir þá sem ekki rata þá er beygt hjá Rauðhólum af þjóðveginum og síðan keyrt fram hjá Elliðavatnsbænum og keyrt þar áfram þangað til komið afleggjara sem er merktur Hraunslóð og inn þann legg þar til komið er að reitnum sem er merktur Skaftafell. 

Kort af leiðinni er r:  

Í safni með Síðumönnum

Gerð hefur verið heimildarmyndin „Í safni með Síðumönnum“, en hún fjallar um smölun á Síðumannaafrétti í Vestur-Skaftafellssýslu. 
Myndin kynnir íslenska arfleifð, hefðir, örnefni og tengsl mannsins við náttúru og dýr. Jafnframt veitir hún tengingu við þjóðarandann og uppruna okkar Íslendinga.

Leikstjóri: Giil TAWS
Framleiðandi: Vera Roth

„Í safni með Síðumönnum“ fer í fjölföldun á næstu dögum.
Diskurinn kostar kr. 3.400 (m.vsk og heimsendur).
 
Þeir sem óska eftir að skrá sig í forsölu á DVD mynddisknum geta haft samband við Sólrúnu Ólafsdóttur á Kirkjubæjarklaustri.

Sími: 487 4608
Gsm: 895 8018
Netfang:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 
Stikla úr myndinni er á:
http://www.facebook.com/video/video.php?v=102796853065294&ref=mf
Upplýsingar um skráningu er á:
http://www.klaustur.is/Forsida/Frettir/?b=1,1329,news_view.htm

 

 i_safni.jpg