Skip to main content

Vel heppnaðir vortónleikar Söngfélagsins og fjölmennt vorkaffi félagsins

Árlegir vortónleikar Söngfélags Skafttfellinga voru að þessu sinni haldnir í Áskirkju sunnudaginn 8. maí í blíðskaparveðri. Kirkjan var þétt setin og voru tónleikarnir afar vel heppnaðir og klöppuðu gestir kórinn upp í tvígang. Á efnisskránni voru að þessu sinni fjölmörg íslensk lög um náttúruna, vorkomuna og ástina. Yndislegur var einsöngur þeirra Jónu G Kolbrúnardóttur og Stefáns Bjarnasonar sem auk þess sungu tvísöng í einu lagi kórsins. Glaðlegur hljóðfæraleikur þeirra Jóns Rafnssonar, Matthíasar Stefánssonar og Vignis Þórs Stefánssonar jók á hrifningu tónleikagesta. Stjórnandi var Friðrik Vignir Stefánsson.

Að loknum tónleikum bauð Skaftfellingafélagið í Reykjavík til kaffisamsætis í Skaftfellingabúð en kórfélagar og Inga Jóna sáu um kökuhlaðborð sem engan sveik. Sannarlega góður og fallegur dagur til að næra bæði sál og líkama. 

sumar-2011.jpgskaft-kor-c.jpg

 

 

 

Myndir eru komnar inn á myndasafnið.  

Vortónleikar Söngfélags Skaftfellinga

Vortónleikar Söngfélags Skaftfellinga verða í Áskirkju sunnudaginn 8. maí kl: 14.00.
 
Stjórnandi: Friðrik Vignir Stefánsson
Einsöngur: Jóna G. Kolbrúnardóttir, sópran
                Stefán Bjarnason, bassi
Hljóðfæraleikarar: Vignir Þór Stefánsson, píanó
Jón Rafnsson, kontrabassi
Matthías Stefánsson, fiðla
Miðaverð kr. 2000
 
Tónleikagestum er boðið upp á kaffiveitingar í Skaftfellingabúð,
Laugavegi 178 að loknum tónleikum.
tonleikar_2011.jpg
 

Vortónleikar og kaffi

Vortónleikar Söngfélags Skaftfellinga verða haldnir í Áskirkju
sunnudaginn 8. maí 2011 og hefjast kl. 14:00.
Á efnisskrá eru innlend og erlend sönglög.
Stjórnandi er Friðrik Vignir Stefánsson.
Píanóleikari Vignir Þór Stefánsson.

Að loknum tónleikum verður boðið 
til kaffisamsætis í Skaftfellingabúð.
vortnleikar2010.jpg
 

Söngfélag Skaftfellinga í Fljótshlíð

Söngfélag Skaftfellinga í Reykjavík og Hringurinn kór eldri borgara í Rangárþingi verða með tónleika í Félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð laugardaginn 9. apríl kl.16:00. Flutt verða íslensk og erlend sönglög. Stjórnandi Söngfélags Skaftfellinga er Friðrik Vignir Stefánsson og Vignir Þór Stefánsson spilar með á píanó. Stjórnandi Hringsins er Haraldur Júlíusson. Einsöng syngur Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran. 
Allir velkomnir. 
skaftkor-2010a.jpg
 

Aðalfundur 26. maí

Aðalfundurinn verður haldinn 26. maí kl. 20:00 í Skaftfellingabúð.

Fólk er hvatt til að mæta og alltaf er gott að endurnýjun verði í stjórninni reglulega. 

Dagskrá


1)      Fundur settur
2)      Kosning starfsmanna fundarins
3)      Fundargerð síðasta aðalfundar
4)      Skýrsla stjórnar
5)      Reikningar félagsins
6)      Skýrsla og reikningar Kvikmyndasjóðs
7)      Skýrsla Söngfélags Skaftfellinga
8)      Skýrsla gönguhópsins Skálmar
9)      Húsnæðismál og framtíð félagsins
10)     Stjórnarkjör
11)    
Önnur mál

Fjölmenn Skaftfellingamessa í Breiðholtskirkju 20. mars 2011

Á útmánuðum hefur skapast sú hefð hjá Skaftfellingafélaginu að halda Skaftfellingamessu í Breiðholtskirkju, en fyrsta messan var haldin 19. mars 2006. Frumkvæði að þessari góðu hefð eiga Skúli Oddsson formaður félagsins og sr. Gísli Jónasson sóknarprestur Breiðholtskirkju en hann var fyrr á árum prestur í Vík. Fjölmenni var að vanda í messunni. Séra Einar Jónsson sóknarprestur á Kálfafellsstað predikaði en hann er um þessar mundir að láta af störfum fyrir aldurs sakir. Séra Gísli og séra Bryndís Malla Elídóttir, áður prestur á Kirkjubæjarklaustri, þjónuðu fyrir altari ásamt séra Fjalari Sigurjónssyni fv. prófasti á Kálfafellsstað. Söngfélag Skaftfellinga söng við messuna undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar. Eftir predikun söng Helena Marta Stefánssdóttir svo undurfagurt „Heyr mína bæn“, lag Nicola Salerno við texta Ólafs Gauks.

Að messu lokinni stóð Söngfélag Skaftfellinga fyrir kaffisölu í safnaðarheimili kirkjunar. Þar svignuðu borð af gómsætum kræsingum við allra hæfi. Kórinn flutti nokkur lög og var gerður góður rómur af söngnum. Þess má vænta að Skaftfellingamessan verði áfram fastur liður í vetrardagskránni hjá fjölmörgum sem eiga ættir að rekja í Skaftafellssýslur þar sem fólk getur að lokinni messu notið samvista í sannkölluðu veislukaffi og kórsöng.

skaftkor-2011.jpg

 

 Myndir eru komnar inn á Myndasafnið.