Skip to main content

Eldvirk svæði í Skaftafellssýslum

Í kvöldspjalli 23. febrúar mun Ari Trausti Guðmundsson rithöfundur og jarðvísindamaður fjalla um eldvirk svæði í Skaftafellssýslum og gossöguna frá landnámi, ásamt því að leggja mat á náttúruvá á þessu víðlenda landsvæði.

Fyrirlesturinn verður 23. febrúar 2012 kl. 20:00 í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178.
Aðgangur ókeypis. Seldar verða léttar veitingar í hléi.
grimsvatnagos_2011.jpg
 
 
 
 
 
 
   
 
 
 
 
 
Svo minnum við á fjórða spilakvöldið sem verður haldið 1. mars á sama stað og tíma og vanter. 

Myndir

Loksins eru myndir frá atburðum síðastliðinn vetur og sumar komnar inn. 

Fólki er bent á að það getur sett inn athugasemdir við myndir undir "Comments" 

Myndasafnið er hér:    Hér er þorrablótið:

Svo minnum við á myndasýningu Ara Trausta 23. febrúar.   

Þorrablót 2012

Þorrablót Skaftfellingafélagsins verður haldið í Skaftfellingabúð
laugardaginn 21. janúar 2012 og hefst með borðhaldi kl. 20 Húsið verður opnað kl. 19
Veislustjóri Skúli Oddsson
Fjöldasöng stjórnar Friðrik Vignir Stefánsson
Um dansmúsíkina sjá Grétar Örvars og Sigga Beinteins og feðginin Stefán Bjarnason og Helena Marta verða einnig liðtæk við nikkuspil og söng
Glæsilegt þorrahlaðborð frá Höfðakaffi
Við miðapöntunum taka
Hákon (821 2115), Helgi (899 4818) og Anna (861 5817)
til og með 18. janúar.
Aðgangseyrir kr. 5.800
 

Aðventustund

Skaftfellingafélagið og Söngfélagið standa fyrir aðventustund 
sunnudaginn 4. desember 2010
kl. 15:00 í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178.
 
Söngfélagið syngur nokkur jólalög, bornar verða fram kaffiveitingar og gengið í kringum jólatré.  Síðan er von á jólasveinum á svæðið og munu þeir segja og syngja nokkur orð og lög.
 
Aðgangseyrir kr. 1000 fyrir 16 ára og eldri.
img_9613b.jpg
 

Fýlafrétt 2011

Nóg var af bragðgóðum og vel verkuðum fýl og Hermann Árnason fór á kostum með gamanmálum.

Fýlaveislur Skaftfellingafélagsins hafa átt vinsældum að fagna til margra ára og hafa fest sig í sessi hjá Skaftfellingum í vetrarbyrjun. Aðsókn var góð og mikil gleði einkenndi samkomuna. Eins og undanfarin ár var fýllinn verkaður af hjónunum í Prestshúsum og dýrindis rófur frá Þórisholti eru ómissandi meðlæti. Inga Jóna Sigfúsdóttir sá um allan undirbúning og eldamennsku af mikilli alúð og Rósa frá Eyjarhólum var henni til halds og trausts eins og undanfarin ár. Hermann Árnason var sögumaður á hátíðinni að þessu sinni og sagði endalausar gamansögur sem var gerður sérstaklega góður rómur af, og salurinn hreinlega veltist um af hlátri.

Þórunn og Bergljót stóðu barvaktina með sóma. Hljómsveitin Granít kom frá Vík með tilstyrk nokkurra félaga úr Tónabræðrum og héldu þeir uppi fínni dansmúsík fram á nótt og dansinn dunaði bæði undir gömlu góðu lögunum og ýmsum vinsælum slögurum frá seinni tíð.

Myndir frá veislunni koma bráðlega inn á myndasafnið.

Myndakvöld - 17. nóv. 2011

Fimmtudagskvöldið 17. nóvember kl. 20 í Skaftfellingabúð. Fyrst mun Jón Viðar Sigurðsson jarðfræðingur fjalla um mikla skriðu eða berghlaup sem féll á Morsár-jökul árið 2007.
morsrj.jpg
 
Jón fór á vettvang í maí 2007 til að rannsaka og mæla skriðuhlaupið og hefur síðan fylgst reglulega með ferðalagi og þróun skriðunnar sem hvílir á jöklinum. Skriðan er áhugavert fyrirbæri sem skemmtilegt er að skoða enda er um-hverfi Morsárjökuls stórfenglegt.
Síðan verða sýndar myndir úr Skaftár-tungu, aðallega frá Árna í Hrífunesi, bæði ljósmyndir og kvikmyndir. Vigfús Gunnar Gíslason frá Flögu mun kynna myndirnar og jafnvel verða með nýrri myndir frá sama svæði. Aðgangur ókeypis.
 
Svo er búið að ákveða að hafa 4 og síðasta spilakvöldið 24. nóv.
Og svo er aðventustund 4. desember.