Skip to main content

Sumarskálm

Fimmtudaginn 5. júlí 2012 hófst árlegt sumarskálm sem að þessu sinni var um "Náttúruperlur V-Skaftafellssýslu".
Gengið var á fjórum dögum frá Hrífunesi upp með Hólmsá allt inn til Strútslaugar og gist í tjöldum. Ferðin var á vegum Ferðafélags Íslands og var vænst þátttöku rúmlega fjörutíu manns, þar af um helmingur Skálmarhóps.
Fararstjórar og leiðsögumenn voru Vigfús Gunnar Gíslason, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Gísli Már Gíslason. Nánari lýsingu ferðarinnar má finna á vef Ferðafélagsins (ferð "S11"), fi.is

Bestu kveðjur frá þreyttum göngugörpum.
th_walking.gif
 

Einstök náttúra Eldsveitanna

eldsveit.jpg
Landvernd og Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi 
efna til málþings um áhrif virkjana í Skaftárhreppi.  
Um tvær virkjanahugmyndir við Fjallabakssvæðið er að ræða; 
Búlandsvirkjun í Skaftártungu (í Skaftá og Tungufljóti) og Atleyjarvirkjun 
austan Mýrdalsjökuls (í Hólmsá).

 
Norræna húsinu, Reykjavík, laugardaginn 5. maí, kl. 12-15 
Dagskrá 
 
12:00 Setning málþings: Ólafía Jakobsdóttir, formaður Eldvatna 
12:10 Jarðfræði og lífríki Skaftárhrepps: Haukur Jóhannesson, jarðfræðingur og Snorri Baldursson, þjóðgarðsvörður 
12:40 Mat faghóps I í rammaáætlun á áhrifum virkjana í Skaftárhreppi: Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor 
13:00 Myndir og fróðleikur af fyrirhugaðri virkjanaslóð í Skaftártungu: Vigfús Gunnar Gíslason, framkvæmdastjóri, frá Flögu 
13:20 Kaffi 
13:40 Landbúnaður og virkjanir: Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi, Ljótarstöðum 
14:00 Landslag, fegurð og fólk: Guðbjörg Jóhannesdóttir, doktorsnemi 
14:20 Umræður 
14:50 Samantekt og slit málþings 
Fundarstjóri: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar

Vortónleikar Söngfélags Skaftfellinga

Söngfélag Skaftfellinga heldur tónleika í Seltjarnarneskirkju laugardaginn 5. maí kl. 14:00.
img_5486b.jpg
 
Flutt verða íslensk og erlend sönglög undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar.
Meðleikarar eru Vignir Þór Stefánsson á píanó, Jón Rafnsson á kontrabassa og Hilmar Sverrisson á harmonikku.
Aðgangur kr. 2.000.-
 
Að tónleikum loknum er tónleikagestum boðið í vorkaffi Skaftfellingafélagsins í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178, 4. hæð. Allir velkomnir. 
 
Svo minnum við á aðalfund félagsins sem er 10 maí kl. 20:30 í Skaftfellingabúð. 

Aðalfundur 10. maí

Aðalfundur Skaftfellingafélagsins verður fimmtudaginn 10. maí kl. 20:30 að Laugavegi 178.

Dagskrá (áætluð).

1) Fundur settur
2) Kosning starfsmanna fundarins
3) Fundargerð síðasta aðalfundar
4) Skýrsla stjórnar
5) Reikningar félagsins
6) Skýrsla og reikningar Kvikmyndasjóðs
7) Skýrsla Söngfélags Skaftfellinga
8) Skýrsla gönguhópsins Skálmar
9) Lagabreytingar; Fundargerð síðasta aðalfundar birt á heimasíðu en ekki lesin upp á aðalfundi.
10) Húsnæðismál og framtíð félagsins
11) Stjórnarkjör
12) Önnur mál

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í stjórn félagsins eru beðnir að setja sig í samband við formanninn Skúla Oddsson.

Aðrir viðburðir

Laugardaginn 5. maí kl. 14:00 eru vortónleikar í Seltjarnarneskirkju og kaffi á eftir í Skaftfellingabúð.
Laugardaginn 2. júní  - Hreinsunardagur í Heiðmörk

Málþing um Svein Pálsson 24. apríl nk.

sv1.jpg
Umhverfisráðuneytið, í samvinnu við Landgræðslu ríkisins, Læknafélag Íslands og Mýrdalshrepp boðar til málþings um ævi og störf náttúrufræðingsins Sveins Pálssonar í tilefni af 250 ára fæðingarafmæli hans á degi umhverfisins, 25. apríl næstkomandi.
Sveinn var annálaður fræðimaður, rithöfundur, læknir og ferðagarpur sem var frumkvöðull í rannsóknum á náttúru landsins og þá sérstaklega jöklunum. Hann er talinn
meðal fyrstu Íslendinganna sem vöktu athygli á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar, og vegna þess var dagur umhverfisins tileinkaður honum.
Málþingið verður haldið 24. apríl 2012
í sal 132 í Öskju milli kl. 15:00 og 17:00.
Er það öllum opið og aðgangur ókeypis.

Dagskrá:

Ávarp umhverfisráðherra

Upplýsingarmaðurinn Sveinn Pálsson - Steinunn Inga Óttarsdóttir
Læknirinn Sveinn Pálsson - Ólafur Jónsson
Náttúrufræðingurinn Sveinn Pálsson - Oddur Sigurðsson
Jöklafræðingurinn Sveinn Pálsson - Helgi Björnsson
Landkönnuðurinn Sveinn Pálsson - Sveinn Runólfsson
Fundarstjóri er Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps
 
sv2.jpg
 

Skaftfellingamessa 18. mars

Sunnudaginn 18. mars kl. 14:00 næstkomandi verður haldin árleg Skaftfellingamessa í Breiðholtskirkju í Mjódd. Þar þjóna fyrir altari prestar kirkjunnar, þau séra Gísli Jónasson og séra Bryndís Malla Elídóttir. Auk þeirra er von á prestum úr Vestur-Skaftafellssýslu, þeim séra Haraldi M. Kristjánssyni og séra Ingólfi Hartvigssyni. Kirkjukórar úr Vestur-Skaftafellssýslu og Söngfélag Skaftfellinga syngja við messuna. Að venju selja félagar í Söngfélagi Skaftfellinga kirkjukaffi að lokinni messu og flytja nokkur lög.

breidholtskirkja.jpg