Skip to main content

Hagyrðingakvöld 23. nóv.

Föstudagskvöldið 23. nóvember 2012, kl. 20 verður haldið hagyrðingakvöld í Skaftfellingabúð. Þar koma saman fyrir hönd Austur-Skaftfellinga, Kristín Jónsdóttir, bóndi á Hlíð og Valur Freyr Pálsson frá Breiðabólsstað.
Og úr Vestur Skaftafellssýslu þau Ásta Sverrisdóttir bóndi í Ytri Ásum og Valdimar Tómasson lífskúnstner og bóksali í Reykjavík, frá Litlu Heiði í Mýrdal. Stjórnandi er Skúli Oddsson.
Að kviðlingum loknum verður hægt að fá sér snúning undir harmonikkuleik til kl. 1. Léttar veitingar í boði.
Aðgangseyrir kr. 1500.

Fyrirlestur og myndakvöld

Fimmtudaginn 1. nóvember 2012, kl. 20.
Í tilefni þess að 650 ár eru liðin frá gosinu mikla í Öræfajökli 1362 mun dr. Ármann Höskuldsson eldfjallfræðingur fjalla um þessar miklu hamfarir fimmtudaginn 1. nóvember 2012, kl. 20 í Skaftfellingabúð.
Jarðvísindamenn álíta þetta mesta vikurgos hérlendis á sögulegum tíma, en flóð, gjóskuhlaup og gjóskufall eyddu allri nærliggjandi byggð. Ármann hefur rannskað gosið ítarlega og sér hann merki þess að þetta hafi verið meiri hamfarir en menn gera sér almennt grein fyrir.

Að loknu hléi sýnir Þórir N. Kjartansson í Vík einstakar fuglamyndir og myndir af fjalllendi umhverfis Mýrdalsjökul. 
Veitingar seldar í hléi.  Aðgangur ókeypis.
skaftafellgo158a.jpg
 

Tónleikar - Vel er mætt til vinafundar

Sunnudaginn 14. október kl. 14:00 mæta sjö átthagakórar í Háskólabíói
Fram koma
Breiðfirðingakórinn
Húnakórinn
Skagfirska Söngsveitin
Sönghópur Átthagafélags Vestmannaeyinga
Árnesingakórinn í Reykjavík
Söngfélag Skaftfellinga
Kór Átthagafélags Strandamanna
Sameiginlegur kór allra kóranna
Kynnir: Níels Árni Lund
 
Aðgöngumiðar fást hjá kórfélögum og við innganginn
Miðaverð 2500 kr
tonleikar2c.jpg
 

Félagsvist í Skaftfellingabúð

Spilakvöld verða í vetur en þessi kvöld heldur Skaftfellignafélagið með Rangæingum.  Fyrsta kvöldið verður 11. október kl. 20:00 í Skaftfellingabúð Laugavegi 178.

Spiluð verður framsóknarvist og verðlaun í boði. 

Spilakvöldin fram að áramótum verða:
 
11. október 2012
25. október 2012
8. nóvember 2012
22. nóvember 2012

Söngfélagið - Fyrsta æfing 18. sept.

Söngfélag Skaftfellinga mun hefja söngstarfið þriðjudagskvöldið 18. september kl. 20:00 í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178, 4. hæð. 
Æfingar verða á þriðjudagskvöldum í vetur. Stjórnandi er Friðrik Vignir Stefánsson. 
Nýir félagar eru velkomnir í allar raddir. Opið hús er á þriðjudagskvöldum og er söngfólk hvatt til að koma í heimsókn, fá sér kaffisopa og kynna sér starfsemi Söngfélagsins. Nýir félagar greiða ekki félagsgjald fyrsta misserið. 
Söngfélag Skaftfellinga er blandaður fjórradda kór og eru söngfélagar ættaðir víðsvegar að af landinu, þó flestir séu úr Skaftafellssýslum. Fjöldi söngfélaga er u.þ.b. 40. Nú er tækifæri fyrir áhugasama að stemma rödd við lag í góðum félagsskap á komandi vetri. Upplýsingar gefur Stjórn Söngfélags Skaftfellinga: 
Guðlaugur Jón Ólafsson s: 561 1366 / 861 9615 
Kolbrún Einarsdóttir s: 551 7564 / 824 5521 
Kristjana Rósmundsdóttir s: 553 9807 / 864 0684 
Sveinn Hjörtur Hjartarson s: 554 6177 / 824 2309 
Unnur S. Alfreðsdóttir s: 553 1529 / 848 1533 
skaftkor2010.jpg

Útivist og Eldvötn

Útivist og Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi standa fyrir sameiginlegri ferð um fyrirhugað virkjanasvæði í Skaftá og Tungufljóti.  Gist verður í Hólaskjóli og gönguferðir farnar um landið í fylgd Skaftártungubænda. 
Þar leynast margar faldar perlur sem fæstir aðrir en smalar hafa auglum litið.  Ferðin hefst á því að “vaga” (svo sem Skaftfellinga er siður að segja um gönguferðir) suður að Bláfjalli.  Þaðan að Tungufljóti eða “Fljótinu”; Þorvaldsgljúfri, Rásgljúfri, Fosstungum, Seldal, Selgljúfri og Grísfossi, svo fátt eitt sé nefnt.  Haldið verður heimleiðis um miðjan sunnudag, að lokinni styttri gönguferð.  Aldrei er að vita nema vagað verði að vel földum, ákaflega fallegum steinboga stutt frá alfaraleið. 

Farið verður á einkabílum í Hólaskjól.  Hvatt er til þess að fólk sameinist í bíla og deili með sér eldsneytiskostnaði.

Fararstjóri  í ferðinni er Ingibjörg Eiríksdóttir sem mun sem fyrr segir njóta dyggs stuðnings annarra heimamanna.

Skráning á skrifstofu Útivistar: Sjá slóð hér.