Skip to main content

Spurningarkeppni átthagafélagan

Sextán liða úrslit spurningarkeppni átthagafélagana fara fram 28. febrúar og 7. mars. Átta liða úrslit 21. mars, undanúrslitin verða 11. apríl og úrslitin verða á síðasta vetrardag, 24. apríl.

Eftir úrslitin munum við ljúka keppninni með heilmiklu húllumhæi og dansi fram á nótt.
Húsið opnar klukkan 19:30 og keppnirnar hefjast stundvíslega klukkan 20:00. Aðgangseyrir er 500 krónur og hægt verður að kaupa kaffi og gos. 
 
Dregið hefur verið í 16 liða úrslitin og líta fyrstu kvöldin svona út:

28. febrúar:
Skaftfellingafélagið - Átthagafélag Djúpmanna
Húnvetningafélagið - Átthagafélaga Sléttuhrepps
Önfirðingafélagið - Árnesingafélagið
Stokkseyringafélagið - Dýrfirðingafélagið

7. mars:
Barðstrendingafélagið - Breiðfirðingafélagið
Súgfirðingafélagið - Átthagafélag Strandamanna
Átthagafélag Héraðsmanna - Vestfirðingafélagið
Siglfirðingafélagið - Norðfirðingafélagið
 
Við hvetjum áhugasama til að fjölmenna öll kvöldin í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14 (fyrir ofan Bónus) og hvetja sitt fólk og njóta skemmtunarinnar.
 
ÍNN mun taka keppnina upp og sjónvarpa, fylgist með frá byrjun.

Nefndin
skaft-spurn1b.jpg