Skip to main content

Myndakvöld; Skaftafellssýslur – hamfarahrjáða land

Fá landssvæði í heiminum hafa orðið fyrir jafnmiklum náttúruhamförum og Skaftafellssýslur og er það óþrjótandi umfjöllunarefni. Oddur Sigurðsson jarðfræðingur heldur fyrirlestur og myndasýningu í Skaftfellingabúð fimmtudaginn 21. febrúar, kl. 20. 
Eftir kaffihlé sýnir Svavar M. Sigurjónsson myndir frá Ingólfi Ísólfssyni og Sigurði Þórarinssyni úr ferðum þeirra um Skaftafellssýslur á fyrrihluta síðustu aldar, meðal annars frá ferð Ingólfs með Oddi í Skaftafelli á Hvannadalshnúk 1936.
Aðgangur ókeypis, en kaffiveitingar seldar í hléi.