Skip to main content

Fyrirlestur og myndakvöld

Fimmtudaginn 1. nóvember 2012, kl. 20.
Í tilefni þess að 650 ár eru liðin frá gosinu mikla í Öræfajökli 1362 mun dr. Ármann Höskuldsson eldfjallfræðingur fjalla um þessar miklu hamfarir fimmtudaginn 1. nóvember 2012, kl. 20 í Skaftfellingabúð.
Jarðvísindamenn álíta þetta mesta vikurgos hérlendis á sögulegum tíma, en flóð, gjóskuhlaup og gjóskufall eyddu allri nærliggjandi byggð. Ármann hefur rannskað gosið ítarlega og sér hann merki þess að þetta hafi verið meiri hamfarir en menn gera sér almennt grein fyrir.

Að loknu hléi sýnir Þórir N. Kjartansson í Vík einstakar fuglamyndir og myndir af fjalllendi umhverfis Mýrdalsjökul. 
Veitingar seldar í hléi.  Aðgangur ókeypis.
skaftafellgo158a.jpg