Skip to main content

Skaftfellingamessa 18. mars

Sunnudaginn 18. mars kl. 14:00 næstkomandi verður haldin árleg Skaftfellingamessa í Breiðholtskirkju í Mjódd. Þar þjóna fyrir altari prestar kirkjunnar, þau séra Gísli Jónasson og séra Bryndís Malla Elídóttir. Auk þeirra er von á prestum úr Vestur-Skaftafellssýslu, þeim séra Haraldi M. Kristjánssyni og séra Ingólfi Hartvigssyni. Kirkjukórar úr Vestur-Skaftafellssýslu og Söngfélag Skaftfellinga syngja við messuna. Að venju selja félagar í Söngfélagi Skaftfellinga kirkjukaffi að lokinni messu og flytja nokkur lög.

breidholtskirkja.jpg