Skip to main content

Fýlafrétt 2011

Nóg var af bragðgóðum og vel verkuðum fýl og Hermann Árnason fór á kostum með gamanmálum.

Fýlaveislur Skaftfellingafélagsins hafa átt vinsældum að fagna til margra ára og hafa fest sig í sessi hjá Skaftfellingum í vetrarbyrjun. Aðsókn var góð og mikil gleði einkenndi samkomuna. Eins og undanfarin ár var fýllinn verkaður af hjónunum í Prestshúsum og dýrindis rófur frá Þórisholti eru ómissandi meðlæti. Inga Jóna Sigfúsdóttir sá um allan undirbúning og eldamennsku af mikilli alúð og Rósa frá Eyjarhólum var henni til halds og trausts eins og undanfarin ár. Hermann Árnason var sögumaður á hátíðinni að þessu sinni og sagði endalausar gamansögur sem var gerður sérstaklega góður rómur af, og salurinn hreinlega veltist um af hlátri.

Þórunn og Bergljót stóðu barvaktina með sóma. Hljómsveitin Granít kom frá Vík með tilstyrk nokkurra félaga úr Tónabræðrum og héldu þeir uppi fínni dansmúsík fram á nótt og dansinn dunaði bæði undir gömlu góðu lögunum og ýmsum vinsælum slögurum frá seinni tíð.

Myndir frá veislunni koma bráðlega inn á myndasafnið.