Skip to main content

Fýlaveisla

Hin árlega og ómissandi fýlaveisla verður í Skaftfellingabúð fyrsta vetrardag,
laugardaginn 22. október 2011 og hefst með borðhaldi kl. 20. Húsið verður opnað upp úr kl. 19.
Að venju verður borinn fram saltaður fýll úr Mýrdalnum, veiddur af Sigurjóni Rútssyni og verkaður af Hrefnu og Einari í Prestshúsum, með soðnum Þórisholtsrófum, kartöflum og öðru hefðbundnu meðlæti. Þá verður einnig boðið upp á hangikjöt.
Sögumaður er Hermann Árnason frá Heiði í Mýrdal
Hljómsveitin Granít frá Vík leikur dansmúsík að borðhaldi loknu.
Miðapantanir fyrir 19. október hjá Hákoni (821 2115) og Helga (899 4818)
Aðgangur kr. 5.000
Athugið að síðast varð uppselt.