Skip to main content

Vel heppnaðir vortónleikar Söngfélagsins og fjölmennt vorkaffi félagsins

Árlegir vortónleikar Söngfélags Skafttfellinga voru að þessu sinni haldnir í Áskirkju sunnudaginn 8. maí í blíðskaparveðri. Kirkjan var þétt setin og voru tónleikarnir afar vel heppnaðir og klöppuðu gestir kórinn upp í tvígang. Á efnisskránni voru að þessu sinni fjölmörg íslensk lög um náttúruna, vorkomuna og ástina. Yndislegur var einsöngur þeirra Jónu G Kolbrúnardóttur og Stefáns Bjarnasonar sem auk þess sungu tvísöng í einu lagi kórsins. Glaðlegur hljóðfæraleikur þeirra Jóns Rafnssonar, Matthíasar Stefánssonar og Vignis Þórs Stefánssonar jók á hrifningu tónleikagesta. Stjórnandi var Friðrik Vignir Stefánsson.

Að loknum tónleikum bauð Skaftfellingafélagið í Reykjavík til kaffisamsætis í Skaftfellingabúð en kórfélagar og Inga Jóna sáu um kökuhlaðborð sem engan sveik. Sannarlega góður og fallegur dagur til að næra bæði sál og líkama. 

sumar-2011.jpgskaft-kor-c.jpg

 

 

 

Myndir eru komnar inn á myndasafnið.