Skip to main content

Aðventustund des. 2010

Fjölsótt og vel lukkuð aðventustund Skaftfellingafélagsins

Aðventustund Skaftfellingafélagsins var haldin í Skaftfellingabúð sunnudaginn 12. desember. Sú hefð hefur skapast til nokkurra ára að sameina aðventustund og jólatrésskemmtun og hefur samkoman verið afar vel sótt. Formaðurinn, Skúli Oddsson bauð gesti velkomna, Söngfélagið söng nokkur jólalög undir stjórn Vignis Friðriks Stefánssonar og að því búnu var fólki boðið til kaffiveislu og krása af dýrindis veisluborði Ingu Jónu og söngfélaganna. Sr. Sveinn Valgeirsson prestur á Eyrabakka sem er frá Reyni í Mýrdal fór með nokkur orð í tilefni aðvetnunnar. Þá var loksins komið að jólaballinu sjálfu. Drógu þeir upp nikkur sínar snilldarspilararnir Kristinn Kjartansson og Stefán Bjarnason auk Friðriks á píanóinu og börn og fullorðnir sungu með þeim við jólatréð. Síðan komu hvellandi og skellandi jólasveinar sem runnu á hljóðið og börðu upp á. Karlar þessir viðhöfðu ýmsa skrítna siði ofan úr fjöllum auk þess sem þeir sungu af mikilli raust og ætluðu ekki að fást til að fara, eða kannski ekki þorað heim til móður sinnar.
 
Myndir eru komnar inn á myndasafnið. 
 
Síðan er dagskráin að mótast fyrir þorrablótið sem verður 22. janúar.  Tvíeykið í Dúett, Davíð Ólafsson og Stefán Helgi Stefánsson ásamt undirleika verð með söng og sprell með matnum.  Síðan mun Hornfirðingurinn Grétar Örvarsson spila fyrir dansi ásamt látúnsbarkanum Bjarna Arasyni.