Skip to main content

Myndakvöld

Fimmtudagskvöldið 25. nóvember kl. 20 í Skaftfellingabúð.
Fyrst verða sýndar myndir frá Kjartani Guðmundssyni (1885-1950) ljósmyndara frá Hörgsholti Hrunamannahreppi sem bjó í Vík frá 1915-1920 og tók mikið af myndum af fólki þar og í nágrenninu auk þess sem hann ferðast um sýsluna og kom einu sinni í Öræfin haustið 1917.
Þá verða sýndar myndir úr Vík m.a. frá því þegar braggahverfi voru þar.
Að lokum verða sýndir myndir frá Vilhjálmi Eyjólfssyni á Hnausum í Meðallandi. Myndir hans eru frá ýmsum tímum, en hann var og er fréttaritari Morgunsblaðsins.
Aðgangur ókeypis. Seldar verða léttar veitingar.