Skip to main content

Fýlaveisla

Fýlaveislur Skaftfellingafélagsins hafa átt vinsældum að fagna til margra ára, en aldrei hefur aðsókn verið jafn mikil og nú í haust. Þurfti að vísa þó nokkrum frá þar sem húsið varð stappfullt. Eins og undanfarin ár var fýllinn verkaður af hjónunum í Prestshúsum og stærðar rófnapoki barst frá Þórisholti. Inga Jóna Sigfúsdóttir sá um allan undirbúning og eldamennsku af mikilli alúð og Rósa frá Eyjarhólum var henni til halds og trausts. Þórunn og Signý Heiða stóðu barvaktina sem fyrr. Hljómsveitir komu tvær frá Vík eins og hefð er fyrir síðustu haust, Tónabræður og Granít héldu uppi fínni dansmúsík fram á nótt og dansinn dunaði.  Myndir frá veislunni eru komnar inn á Myndasafnið.

 img_8883.jpgimg_8945.jpgimg_8924.jpgimg_8962.jpg