Skip to main content

Hornafjarðarmanni

Að vanda tókst spilun Hornafjarðarmannans vel undir styrkri stjórn Sigurpáls Ingibergssonar.  Fimmtán manns hófu spilamennskuna á 5 borðum og lauk með því að Gyða, Karólína og Jón Hilmar spiluðu til úrslita. Fyrir þriðja sætið fékk Jón Hilmar Gunnarsson diskinn „Í safni með Síðumönnum“. Önnur verðlaun, bókina „Undir breðans fjöllum“ eftir Þorstein Jóhannsson frá Svínafelli hlaut Karólína Sveinsdóttir. Fyrstu verðlaun, Hornafjarðarhumar, komu í hlut Gyðu Valgerðar Kristinsdóttur. 
 
Aðrir spilarar
Ása Björk Sveinsdóttir
Björg Elín Pálsdóttir
Haraldur Stefánsson
Jóhanna G. Sigurðardóttir
Jón Bjarnason
Sigurjóna Björgvinsdóttir
Sólrún Hulda Pálsdóttir
Sveinn Sveinsson
Sveinn Frímannsson
Sædís Vigfúsdóttir
Valdís Þórarinsdóttir
Þórunn Gísladóttir
 
Myndir frá spilakvöldinu eru komnar inn á myndasafnið.