Skaftfellingafélagið í Reykjavík

Ákveðið hefur verið að færa sautjánda júní-hátíðahöldin í Öræfum fram um einn dag þetta árið, til laugardagsins 16. júní. Þau verða líka með fjölmennasta móti í ár því burtflognum sveitungum og sumardvalarbörnum býðst að slást í hóp heimafólks. Stefnt er að útisamkomu um miðjan daginn í Svínafelli og samverustund í Hofgarði undir kvöldið. Þannig verður um átthaga– og vinamót að ræða í bland við þetta hefðbundna.  Þeir sem mæta snemma dags í sveitina geta spókað sig á bæjarhlöðunum fyrir hádegi og kannski rifjað upp gamlar kúasmalaslóðir.  Það skal tekið fram að gestir verða sjálfir að sjá sér fyrir gistingu. 

Heimilsfang

Starfsemi félagsins fer fram í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14.

Póst til Skaftfellingafélagsins, Söngfélags og Kvikmyndasjóðs skal senda á:

Pósthólf 9105

129.Reykjavík

Auglýsingar

heidmork

 

songfelagid

 

skalm

 

kvikmyndaklubbur

 

ftspor fors

 dynskogar