Skaftfellingafélagið í Reykjavík

Fimmtudagskvöldið 7. nóvember kl. 20:00 verður myndasýning á vegum Skaftfellingafélagsins í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 17.
Þá mun Ragnar Axelsson (RAX) einn þekktasti ljósmyndari landsins sýna myndir úr Skaftafellssýslum, aðalega úr Öræfum en hann var mörg ár í sveit á Kvískerjum og hefur oft komið þangað síðan.
Oddsteinn Örn Björnsson frá Klaustri mun einnig sýna myndir úr báðum sýslum.
1000 króna aðgangseyri

Mánudagskvöldið 24. júní býður Skaftfellingafélagið áhugasömum að ganga um reit félagsins, Skaftafell, í Heiðmörk. Miðað verður við að hittast eftir kvöldmat c.a. 19:30.
Beygt er austan við Rauðavatn þar sem merktur er afleggjari 408 Heiðmörk og keyrður sá vegur fram hjá afleggjara að Elliðavatnsbænum og austur að skilti sem stendur á Hraunslóð og þaðan er 1,6 km að reitnum.

Heidmork2

Heidmork1

Aðalfundur Skaftfellingafélagsins verður haldinn
þriðjudagskvöldið 14. maí 2019, kl. 20:00, í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Dagskrá (áætluð)
1) Fundur settur
2) Kosning starfsmanna fundarins
3) Skýrsla stjórnar
4) Reikningar félagsins
5) Skýrsla og reikningar Kvikmyndasjóðs
6) Skýrsla Söngfélags Skaftfellinga
7) Skýrsla gönguhópsins Skálmar
8) Lagabreytingar
9) Húsnæðismál og framtíð félagsins
10) Stjórnarkjör
11) Önnur mál

ArSi Kvisker

Kvískerjasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2019. Horft verður sérstaklega til umsókna sem tengjast störfum og áhugasviði Kvískerjasystkina.

Umsóknum skal fylgja:
Greinargóð lýsing á verkefninu og markmiðum þess.
Tímaáætlun, sem gerir grein fyrir framvindu verkefnisins.
Upplýsingar um helstu samstarfsaðila.
Fjárhagsáætlun verkefnisins þar sem fram kemur framlag samstarfsaðila og fjárhæð sem sótt er um.
Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk. og skal umsóknum skilað á rafrænu formi til ritara sjóðsstjórnar.
Nánari upplýsingar: Kvískerjasjóður

Heimilsfang

Starfsemi félagsins fer fram í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14.

Póst til Skaftfellingafélagsins, Söngfélags og Kvikmyndasjóðs skal senda á:

Pósthólf 9105

129.Reykjavík

Auglýsingar

heidmork

 

songfelagid

 

skalm

 

kvikmyndaklubbur

 

ftspor fors

 dynskogar