Skaftfellingafélagið í Reykjavík

jol.jpg
Aðventustund verður sunnudaginn 7. desember 2014, kl. 15:00
 
Aðventustundin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár.
Söngfélagið syngur jólalög, bornar verða fram glæsilegar kaffiveitingar, gengið í kringum jólatré með sveinum, sprelli og söng.
 
Aðgangseyrir kr. 1500 fyrir fullorðna.
Hefð er að skapast fyrir hagyrðingamóti í félagsstarfi Skaftfellingafélagsins annað hvert ár, sem hefur þótt hin mesta skemmtun.
Þá hafa verið leidd saman tveggja manna lið úr hvorri sýslu.
 
Föstudaginn 21. nóvember, kl. 20 verður blásið til leiks að nýju þar sem koma saman systurnar frá Ljótarstöðum, þær Fanney Ásgeirsdóttir og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir fyrir Vestur- Skaftafellssýslu og Halldór Þorsteinsson frá Svínafelli í Öræfum og Kristín Jónsdóttir á Hlíð fyrir Austur-Skaftafellssýslu.
 
Kvöldið verður frekar auglýst á heimasíðunni skaft.is og á facebook þegar nær dregur. Að loknum kveðskap verður stiginn dans undir harmonikkuleik.
Stjórnandi er Skúli Oddsson frá Mörtungu.  Aðgangseyrir er kr. 2.000
 
 

smolun_fjall.jpg

Fimmtudagskvöldið 6. nóv. kl. 20:00 mun Oddsteinn Örn Björnsson frá Mörtungu sýna myndir frá fjallaferðum og smölunum í landi Síðumanna.

Eftir kaffi mun Svavar M. Sigurjónsson frá Hofi sýna myndir úr smalamennskum í Öræfum; í Breiðarmerkurfjalli, Ingólfshöfða og víðar.

Aðgangseyrir 1.000,- kr. og innifalið kaffi og kruðerí.

smolunn_foss.jpg

smolun_hofi.jpg

smolun-kot.jpg

 

 

Nýtt fréttabréf, smella hér.
Hin árlega og ómissandi fýlaveisla verður 
í Skaftfellingabúð fyrsta vetrardag,
laugardaginn 25. október 2014 
og hefst með borðhaldi kl. 20. 
Húsið verður opnað upp úr kl. 19.

Að venju verður borinn fram saltaður fýll úr Mýrdalnum, veiddur af Tryggva Ástþórssyni og verkaður undir vökulum augum Málfríðar Eggertsdóttur.
Auk þess verður boðið upp á hangikjöt og meðlæti.
Inga Jóna Sigfúsdóttir matreiðir herlegheitin
sem fyrr með aðstoð Rósu frá Eyjarhólum.
Sögumaður Baldur Óskarsson frá Vík.
Hilmar Sverrisson leikur fyrir dansi.


Miðapantanir til og með 22. október 
Hákon (821 2115) og Helgi (899 4818)
Aðgangur kr. 6.500
 Tongue out
fyll-05.jpg
Söngfélag Skaftfellinga mun hefja söngstarfið þriðjudagskvöldið 16. september kl. 20:00 í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178, 4. hæð.   
Æfingar verða á þriðjudagskvöldum í vetur. Stjórnandi er Friðrik Vignir Stefánsson.
Nýir félagar eru velkomnir í allar raddir. Opið hús er á þriðjudagskvöldum og er söngfólk hvatt til að koma í heimsókn, fá sér kaffisopa og kynna sér starfsemi Söngfélagsins. 
Nýir félagar greiða ekki félagsgjald fyrsta misserið. 
Söngfélag Skaftfellinga er blandaður fjórradda kór og eru söngfélagar ættaðir víðsvegar að af landinu, þótt flestir eigi ættir að rekja í Skaftafellssýslur.
Fjöldi söngfélaga er u.þ.b. 40. Áhugasamir eru eindregið hvattir til þátttöku.
Upplýsingar gefur Stjórn Söngfélags Skaftfellinga:

Sveinn Hjörtur Hjartarson s: 554 6177 & 824 2309
Kristjana Rósmundsdóttir s: 553 9807 & 864 0684
Sigurlaug Jóna Sigurðardóttir s: 588 7273 & 891 7354
Helga Lilja Pálsdóttir s: 478 1706 & 618 5706
Guðmundur Bertelsson s: 551 8204 & 865 9185
skaft_kor_2013.jpg
 

Heimilsfang

Starfsemi félagsins fer fram í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14.

Póst til Skaftfellingafélagsins, Söngfélags og Kvikmyndasjóðs skal senda á:

Pósthólf 9105

129.Reykjavík

Auglýsingar

heidmork

 

songfelagid

 

skalm

 

kvikmyndaklubbur

 

ftspor fors

 dynskogar