Skaftfellingafélagið er 75 ára 21. mars en það var stofnað 21. mars 1940.
Þau óvæntu úrslit urðu að Skaftfellingar féllu út úr spurningakeppninni.
Sunnudaginn 15. mars 2015 kl. 14, verður árviss Skaftfellingamessa haldin í Breiðholtskirkju. Prestar Breiðholtskirkju, þau sr. Gísli Jónasson og sr. Bryndís Malla Elídóttir, þjóna fyrir altari en auk þess er nú prestum og kórfólki úr Austur-Skaftafellssýslu boðið til messunnar. Kórarnir leiða saman messusöng undir stjórn organista og kórstjóra.
Söngfélag Skaftfellinga selur kaffi að messu lokinni í safnaðarheimili kirkjunnar.

Fimmtudagskvöldið 19. febrúar 2015 verður myndakvöld í Skaftfellingabúð að Laugavegi 178. Hörður Bergsson sýnir myndir frá skipsströndum, gullleit, Heiðarrétt á Síðu og fleiru sem Bergur Lárusson hefur tekið á árum áður. Aðgangur kr. 1000, innifalið er kaffi og kruðerí.
