Skaftfellingafélagið í Reykjavík

Fimmtudagskvöldið 19. febrúar 2015 verður myndakvöld í Skaftfellingabúð að Laugavegi 178. Hörður Bergsson sýnir myndir frá skipsströndum, gullleit, Heiðarrétt á Síðu og fleiru sem Bergur Lárusson hefur tekið á árum áður. Aðgangur kr. 1000, innifalið er kaffi og kruðerí.

raggiorgeir1Þorrablót Skaftfellingafélagsins verður haldið í Skaftfellingabúð
laugardaginn 24. janúar 2015
og hefst með borðhaldi kl. 20 – húsið opnað kl. 19
Glæsilegt þorrahlaðborð frá Höfðakaffi
 
Félagarnir Þorgeir Ástvaldsson og Ragnar Bjarnason syngja og sprella.
 
Um veislustjórn sér
Njörður Lárusson frá Kirkjubæjarklaustri
 
Hljómsveit Hilmars Sverrissonar leikur fyrir dansi
 
Miðapantanir til og með 22. janúar
Hákon – 821 2115 og Njörður - 865 1520 
 
Miðaverð kr. 6.900 / eftir borðhald kr. 1.500
jol.jpg
Aðventustund verður sunnudaginn 7. desember 2014, kl. 15:00
 
Aðventustundin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár.
Söngfélagið syngur jólalög, bornar verða fram glæsilegar kaffiveitingar, gengið í kringum jólatré með sveinum, sprelli og söng.
 
Aðgangseyrir kr. 1500 fyrir fullorðna.
Hefð er að skapast fyrir hagyrðingamóti í félagsstarfi Skaftfellingafélagsins annað hvert ár, sem hefur þótt hin mesta skemmtun.
Þá hafa verið leidd saman tveggja manna lið úr hvorri sýslu.
 
Föstudaginn 21. nóvember, kl. 20 verður blásið til leiks að nýju þar sem koma saman systurnar frá Ljótarstöðum, þær Fanney Ásgeirsdóttir og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir fyrir Vestur- Skaftafellssýslu og Halldór Þorsteinsson frá Svínafelli í Öræfum og Kristín Jónsdóttir á Hlíð fyrir Austur-Skaftafellssýslu.
 
Kvöldið verður frekar auglýst á heimasíðunni skaft.is og á facebook þegar nær dregur. Að loknum kveðskap verður stiginn dans undir harmonikkuleik.
Stjórnandi er Skúli Oddsson frá Mörtungu.  Aðgangseyrir er kr. 2.000
 
 

smolun_fjall.jpg

Fimmtudagskvöldið 6. nóv. kl. 20:00 mun Oddsteinn Örn Björnsson frá Mörtungu sýna myndir frá fjallaferðum og smölunum í landi Síðumanna.

Eftir kaffi mun Svavar M. Sigurjónsson frá Hofi sýna myndir úr smalamennskum í Öræfum; í Breiðarmerkurfjalli, Ingólfshöfða og víðar.

Aðgangseyrir 1.000,- kr. og innifalið kaffi og kruðerí.

smolunn_foss.jpg

smolun_hofi.jpg

smolun-kot.jpg

 

 

Nýtt fréttabréf, smella hér.

Heimilsfang

Starfsemi félagsins fer fram í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14.

Póst til Skaftfellingafélagsins, Söngfélags og Kvikmyndasjóðs skal senda á:

Pósthólf 9105

129.Reykjavík

Auglýsingar

heidmork

 

songfelagid

 

skalm

 

kvikmyndaklubbur

 

ftspor fors

 dynskogar