Skaftfellingafélagið í Reykjavík

Eins og fjölmörg undanfarin ár hefur Albert Eymundsson útbreiðslustjóri Hornafjarðarmanna gengist fyrir „Manna-mótum“ ýmiskonar. Nú er enn einu sinni komið að Íslandsmeistara¬mótinu sem haldið hefur verið til fjölda ára í tengslum við þorrablót Hornfirðinga á höfuðborgarsvæðinu, en mótið verður haldið í Skaftfellingabúð að Laugavegi 178, föstudagskvöldið 12. febrúar 2016, kl. 20.

Og sjáumst svo hress á þorrablóti í janúar.

Miðvikudagskvöldið 16.des klukkan 20:00 verður bókakynning í Skaftfellingabúð. Þar verða kynntar þrjár skaftfellskar bækur: Ofríki, ágrip af sögu fjölskyldu 1860-1965 eftir Jón Hjartarson, Sigurgeir skar'ann, ævisaga Sigurgeirs Kjartanssonar og Brunasandur, Mótun lands og samfélags í yngstu sveit á Íslandi sem er sérrit Dynskóga.

Á kynningunni koma fram höfundar bókanna, bækurnar verða kynntar og lesnir stuttir kaflar úr þeim. Allar bækurnar verða til sölu á góðu verði.

Aðventustundin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár.

Söngfélagið syngur jólalög, bornar verða fram glæsilegar kaffiveitingar, gengið í kringum jólatré með sveinum, sprelli og söng.
Aðgangseyrir kr. 1500 fyrir fullorðna.

Skaft kor 2013

 

Jol 2013b

Fimm ár eru síðan Öræfingar hóuðu í fyrrum sumardvalarbörn og héldu samkomu í Skaftfellingabúð. Nú á að endurtaka leikinn með kvöldskemmtun laugardaginn 21. nóvember. Myndasýning verður á tjald, Steinunn Björg og Jónína Ara syngur nokkur lög, Einar Jónsson spilar á píanóið og Stefán Bjarnason verður með nikkuna. Að sjálfsögðu verður hópsöngur og sitthvað fleirra. Síðan mun Hornfirðingurinn Grétar Örvarsson leika fyrir dansi.

Aðalatriðið er að hitta mann og annan, taka lagið og tjútta smávegis.

Fimmtudag 12. nóv. kl. 20:00 verður þriðja spilakvöldið hjá Rangæingafélaginu í Skaftfellingabúð í samvinnu við Skaftfellingafélagið. Og þá er eitt kvöld eftir 26. nóv.   Spilakvöldin eru undir stjórn Gunnars Guðmundssonar og Sigurjónu Björgvinsdóttur Rangæinga.
Verðlaun verða veitt fyrir hvert kvöld og svo heildarverðlaun í lokin, en það er helgardvöl í orlofshúsi Rangæingafélagsins.
Aðgangseyrir er kr. 1000, innifalið kaffi og meðlæti.

Heimilsfang

Starfsemi félagsins fer fram í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14.

Póst til Skaftfellingafélagsins, Söngfélags og Kvikmyndasjóðs skal senda á:

Pósthólf 9105

129.Reykjavík

Auglýsingar

heidmork

 

songfelagid

 

skalm

 

kvikmyndaklubbur

 

ftspor fors

 dynskogar