
Þetta er kort sem sýnir leiðina að reitnum og að Elliðavatnsbænum. Leiðin frá þjóðveginum sem er styðst að reitnum er búið að loka með hliði en frá því er c.a. 10 mín gangur að reitnum.
Hérna eru tvær myndir úr Skaftafelli í Heiðmörk sem Guðjón Jónsson tók.
Seinna myndakvöld vetrarins var haldið í Skaftfellingabúð fimmtudaginn 28. febrúar kl. 20.
Sýndar voru kvikmyndirnar Síðasti þröskuldurinn og Tenging hringvegarins sem Vegagerðin lét gera um framkvæmdir á Skeiðarársandi. Einnig voru sýndar myndir frá ferðalögum yfir Skeiðarársand áður en brúað var og eins frá brúarframkvæmdum og hlaupum. Þá voru einnig sýndar myndir sem Páll Arason tók.
Áætluðu eru fleirri myndakvöld næsta vetur.
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
Kvikmyndasjóður Skaftfellinga gefur út Í jöklanna skjóli á DVD Þeir sem vilja fá eintak senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Kvikmyndasjóður Skaftfellinga lét á árunum 1952-1958 gera kvikmyndir í Skaftafellssýslum sem fjalla um horfna atvinnu-, menningar- og lifnaðarhætti auk kynningar á byggðarlögum og landslagi í sýslunum. Myndirnar greina m.a. frá meltekju og kolagerð, sem eru með öllu horfnir atvinnuhættir, um fýlatekju, fiskveiðar í sjó og vötnum, samgöngur á sjó, í lofti og á landi, bústörf fyrir daga vélvæðingar og kvöldvökuna sem kölluð hefur verið eins konar háskóli landsins.
Myndirnar tóku Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari og Ósvaldur Knudsen kvikmyndagerðarmaður. Þær eru 9 að tölu og eru frá 10 til 36 mínútur að lengd. Myndirnar eru með íslensku tali sem er flutt og samið af Jóni Aðalsteini Jónssyni, cand. mag.
Kvikmyndasjóðurinn hefur nú gefið þessar myndir út á geisladiskum. Þeir eru tveir í setti. Bætt hefur verið bæði íslenskum og enskum texta inn á myndirnar. Diskunum fylgir allítarlegur kynningarbæklingur.
Myndirnar eru:
Kvöldvaka (10,55 mín.)
Kolagerð (15,16 mín.)
Meltekja (9,41 mín.)
Fýlatekja (9,43 mín.)
Aflabrögð: Veiði í sjó og vötnum (14,22 mín.)
Samgöngur: Flutningar á sjó (17,00 mín.)
Samgöngur: Flutningar á landi og í lofti(17,36 mín.)
Gegningar og mjólkurvinnsla (11,56 mín.)
Úr Mýrdal í Lón (35,52 mín.)
Diskarnir eru til sölu á Menningarmiðstöð Hornafjarðar.
Fimmtudaginn 22. nóvember hélt Skaftfellingafélagið myndakvöld með myndum frá Öræfum. Þar á meðal annars myndir frá Jakobi Guðlaugssyni í Skaftafelli, Helga Arasyni og Guðjóni Jónssyni frá Fagurhólsmýri. Einnig var boðið upp á kaffi og meðlæti í hléi. Mætingin var um 60 manns Nokkrar myndir voru frá fermingum í Öræfum þar á meða af fermingu 1954 og svo skemmtilegt vildi til að þeir þrír sem fermdust þá voru á kvöldinu og létu smella f sér mynd saman aft og sést vel hvað þeir halda sér vel þó 53 ár séu síðan !!!!!
Fleiri myndir er að finna í myndasafninu.
Laugardaginn 26. janúar var haldið þorrablót hjá Skaftfellingafélaginu í Reykjavík. Fullt var á blótiinu, um 150 manns mættu úr báðum sýslum. Fyrst var borðaður hefðbundin þorramatur með tilheyrandi drykkjum og síðan stigu á stokk Davíð Ólafsson og Stefán Íslandi og fóru með söng og gamanmál. Einnig fengu þeir formann og gjaldkera félagsins til að taka því í erfiðust köflunum !!! Að skemmtidagskrá lokinn spiluðu og sungu Hilmar Sverrisson og Helga Möller fyrir dansi.
Fleiri myndir frá Þorrablótinu 2008 er að finna í myndasafni.
Sunnudaginn 9. desember hélt Skaffellingafélagið sína árlegu aðventustund í Skaftfellingabúð. Aðsóknin var mjög góð, eitthvað yfir hundrað manns.
Fyrst söng kór Skaffellingafélagsins en nýr stjórandi hefur tekið við honum, Friðrik Vignir Stefánsson. Síðan söng Jóna Gísladóttir einsöng. Gunnþór Gunnardóttir frá Hnappavöllum las upp úr ný útgefinni bók, Sótt fram sem Sigurður Björnsson frá Kvískerjum hefur ritað um sögu sýslunefndar Austur Skaftafellssýslu og Öræfin. Síðan var sungið og gengið í kringum jólatré við undirleik Kristins Kjartansson úr Mýrdal sem spilaði á harmoniku og kom skeggjaður náungi ofan úr fjöllunum í heimsókn. . Með þessu gæddu menn sér á kaffi og meðlæti sem kórinn lagði til. Þótt þessi samkoma takast með miklum ágætum.