Skaftfellingafélagið í Reykjavík

Enn fylltu Skaftfellingar sal Breiðfirðinga þegar efnt var til aðventuhátíðar þar síðasta sunnudag, 9. desember. Jólatréð stóð fagurlega skreytt í salnum og Hulda húsvörður hafði dúkað borð fyrir 130 til 140 manns. Það dugði þó ekki til og á endanum voru öll tiltæk húsgögn komin í notkun. Kórfélagar komu með föngin full af dýrindis brauði, kexi, salötum og kökum af öllum gerðum og félagið lagði einnig fram veitingar, bæði í föstu og fljótandi formi. 

Samkoman hófst klukkan 14 með ávarpi formanns og að því loknu söng hinn ágæti Skaftfellingakór allnokkur lög undir stjórn Friðriks Vignis. Síðan var gestum beitt á svignandi hlaðborðið og veisluföngunum gerð góð skil.
Þegar börnin höfðu satt sárasta hungrið röðuðu þau sér, ásamt nokkrum foreldrum, frænkum og ömmum í tvöfalda röð umhverfis jólatréð og brátt ómaði salurinn af söng sem Helena Marta Stefánsdóttir leiddi af öryggi og gleði við undirspil Stefáns Bjarnasonar á harmóníku og séra Einars Jónssonar á píanó.
Heldur voru jólasveinarnir seinni til byggða en búist hafði verið við en skiluðu sér á endanum og höfðu augljóslega komið við í reykkofa á leiðinni. Þeir voru líka með glaðning handa börnunum og dönsuðu með þeim og sungu um stund.

 

Skaftfellingafélagið í Reykjavík gengst fyrir Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna síðasta vetrardag, þann 18. apríl 2018, kl. 20 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.
Sigurpáll Ingibergsson stjórnar spilinu.
Vinningar fyrir þrjú efstu sætin eru:
1. Gisting fyrir tvo með morgunverði á Hótel Höfn.
2. Kvöldverður fyrir tvo hjá ferðaþjónustunni Árnanesi.
3. Sigling á Fjallsárlóni fyrir tvo.
Aðgangseyrir 1.000 krónur; innifalið kaffi og kruðerí, þar á meðal flatkökur með reyktum Hornafjarðarsilungi.

Spil

Breiðfirðingafélagið í samstarfi við Barðstrendingafélagið heldur hagyrðingakvöld í Breiðfirðingabúð 16. nóv. kl. 20:00. 

Ólína Kristín Jónsdóttir verður stjórnandi.  Miðaverð er 1.100 kr. (kaffi og meðlæti innifalið í verði).

Fyrripartar fyrir sal og keppendur verða birtir á heimasíðu félagsins www.bf.is

Eftir tug ára veru að Laugavegi 178 er Skaftfellingafélagið flutt með sína starfsemi í hýbýli Breiðfirðingafélagsins í Breiðfirðingabúð að Faxafeni 14.  

Söngfélagið er byrjað æfingar og stjórnin er að leggja drög að dagskrá vetrarins.

Aðalfundur Skaftfellingafélagsins verður haldinn
Þriðjudagskvöldið 23. maí 2015, kl. 20, í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178.
Venjuleg aðalfundarstörf.

Dagskrá (áætluð)

1) Fundur settur
2) Kosning starfsmanna fundarins
3) Fundargerð síðasta aðalfundar
4) Skýrsla stjórnar
5) Reikningar félagsins
6) Skýrsla og reikningar Kvikmyndasjóðs
7) Skýrsla Söngfélags Skaftfellinga
8) Skýrsla gönguhópsins Skálmar
9) Lagabreytingar
10) Húsnæðismál og framtíð félagsins
11) Stjórnarkjör
12) Önnur mál

Tónleikar

Heimilsfang

Starfsemi félagsins fer fram í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14.

Póst til Skaftfellingafélagsins, Söngfélags og Kvikmyndasjóðs skal senda á:

Pósthólf 9105

129.Reykjavík

Auglýsingar

heidmork

 

songfelagid

 

skalm

 

kvikmyndaklubbur

 

ftspor fors

 dynskogar