Skaftfellingafélagið í Reykjavík

Ákveðið hefur verið að ekki verði þorrablót á vegnum félagsins í þetta skipti.

Laugadaginn 21. janúar verður haldið sameiginlegt þorrablót Skaft fellinga og Rangæinga.
Auglýst nánar síðar.

Bokakynning

Að venju var fjölmennt á aðventustund Skaftfellingafélagsins í Reykjavík, en talið er að hátt í 200 manns hafi heimsótt okkur að meðtöldum jólasveinunum síkátu og skemmtilegu.
Skúli formaður setti samkomuna og að því búnu söng Söngfélag Skaftfellinga nokkur jólalög undir stjórn Violetu Smid fyrrverandi stjórnanda til margra ára í fjarveru Friðriks Vignis Stefánssonar kórstjóra.
Bornar voru fram stórglæsilegar kaffiveitingar sem söngfélagar sáu að mestu leyti um að reiða fram.
Helena Marta Stefánsdóttir stjórnaði söng og dansi kringum jólatréð og faðir hennar Stefán Bjarnason sá að venju um undirleik á harmonikku auk sr. Einars Jónssonar sem lék á pínanóið.
Varð þetta hin besta skemmtun og undir lok stundarinnar drógu sveinarnir mandarínur upp úr pokum sínum.
Þökkum öllum innilega fyrir komuna.
       Stjórn Skaftfellingafélagsins í Reykjavík.

Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir lesa úr bókinni Heiða-fjalldalabóndinn og Hermann Stefánsson kveður rímur Látra- Bjargar úr bók sinni Bjargræði.

Bjarni Harðarson segir frá bókinni Forystufé.

Lambið verður hátt á strái, tvítreykt í piparsósu.

Plús harmóníkuspil.

Kaffi Laugalæk, Laugalæk 2, Reykjavík. 30. nóvember, klukkan 21:00

Heida Forystufe

Núna er Skaftfellingafélagið farið í sumarfrí en við hittumst hress í haust.

Heimilsfang

Starfsemi félagsins fer fram í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14.

Póst til Skaftfellingafélagsins, Söngfélags og Kvikmyndasjóðs skal senda á:

Pósthólf 9105

129.Reykjavík

Auglýsingar

heidmork

 

songfelagid

 

skalm

 

kvikmyndaklubbur

 

ftspor fors

 dynskogar