Skaftfellingafélagið í Reykjavík

Skaftfellingafélagið í Reykjavík gengst fyrir Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna síðasta vetrardag, þann 18. apríl 2018, kl. 20 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.
Sigurpáll Ingibergsson stjórnar spilinu.
Vinningar fyrir þrjú efstu sætin eru:
1. Gisting fyrir tvo með morgunverði á Hótel Höfn.
2. Kvöldverður fyrir tvo hjá ferðaþjónustunni Árnanesi.
3. Sigling á Fjallsárlóni fyrir tvo.
Aðgangseyrir 1.000 krónur; innifalið kaffi og kruðerí, þar á meðal flatkökur með reyktum Hornafjarðarsilungi.

Spil

Breiðfirðingafélagið í samstarfi við Barðstrendingafélagið heldur hagyrðingakvöld í Breiðfirðingabúð 16. nóv. kl. 20:00. 

Ólína Kristín Jónsdóttir verður stjórnandi.  Miðaverð er 1.100 kr. (kaffi og meðlæti innifalið í verði).

Fyrripartar fyrir sal og keppendur verða birtir á heimasíðu félagsins www.bf.is

Eftir tug ára veru að Laugavegi 178 er Skaftfellingafélagið flutt með sína starfsemi í hýbýli Breiðfirðingafélagsins í Breiðfirðingabúð að Faxafeni 14.  

Söngfélagið er byrjað æfingar og stjórnin er að leggja drög að dagskrá vetrarins.

Aðalfundur Skaftfellingafélagsins verður haldinn
Þriðjudagskvöldið 23. maí 2015, kl. 20, í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178.
Venjuleg aðalfundarstörf.

Dagskrá (áætluð)

1) Fundur settur
2) Kosning starfsmanna fundarins
3) Fundargerð síðasta aðalfundar
4) Skýrsla stjórnar
5) Reikningar félagsins
6) Skýrsla og reikningar Kvikmyndasjóðs
7) Skýrsla Söngfélags Skaftfellinga
8) Skýrsla gönguhópsins Skálmar
9) Lagabreytingar
10) Húsnæðismál og framtíð félagsins
11) Stjórnarkjör
12) Önnur mál

Tónleikar

Árleg Skaftfellingamessa verður haldin að venju í Breiðholtskirkju í Mjódd, sunnudaginn 12. mars 2017 og hefst kl. 14.
Séra Gísli Jónasson prófastur og séra Bryndís Malla Elídóttir fyrrum prestar í Vík og á Klaustri sem leiða helgihald.
Gunnar Stígur Reynisson sóknarprestur í Austur-Skaftafellssýslu mun að öllum líkindum verða með okkur og þjóna fyrir altari.
Söngfélag Skaftfellinga undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar leiðir messusöng.
Allir velkomnir.
Að lokinni messu verður kaffisala Söngfélagsins í safnaðarheimili kirkjunnar þar sem söngfélagar flytja nokkur lög af dagskrá vetrarins. Verð kr. 1500 (reiðufé eða posi).

Heimilsfang

Starfsemi félagsins fer fram í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14.

Póst til Skaftfellingafélagsins, Söngfélags og Kvikmyndasjóðs skal senda á:

Pósthólf 9105

129.Reykjavík

Auglýsingar

heidmork

 

songfelagid

 

skalm

 

kvikmyndaklubbur

 

ftspor fors

 dynskogar