Skaftfellingafélagið í Reykjavík

Íslandsmeistaramót í Hornafjarðarmanna 2018 fór fram í Breiðfirðingabúð að kvöldi síðasta vetrardags og tókst með ágætum undir öruggri stjórn Sigurpáls Ingibergssonar. Tuttugu og fjórir tóku þátt og voru spilaðar fimm umferðir á átta borðum áður en kaffihlé var tekið. Eftir það var spilað til úrslita og að lokum bara á einu borði. Þau þrjú sem lokaglímuna háðu lentu í verðlaunasætum. Sigurpáll bað þau að segja á sér deili og helst tengja sig við hornfirska spilamenn.
Sigurvegari varð Þórhildur Kristinsdóttir – af Þinganesætt, dóttir Elínar Örnu Gunnarsdóttur Ásgeirssonar. Hún hlaut gistingu og morgunverð fyrir tvo á Hótel Höfn.
Annað sætið hreppti Rúnar Þór Gunnarsson – af Snjólfsætt, sonur Ólafar Halldórsdóttur og langafabarn Ólafs Snjólfssonar. Rúnar fékk að launum kvöldverð fyrir tvo í Árnanesi.
Í þriðja sæti var Hólmar Magnússon, hann er sambýlismaður Halldóru Eymundsdóttur og tengist því Meysalingum sterkt. Hólmar hlaut siglingu á Fjallsárlóni fyrir tvo.
Þótt Íslandsmeistaramót í Hornafjarðarmanna hafi oft verið haldin áður hér í höfuðborginni og gjarnan í húsnæði Skaftfellingafélagsins, þá var þetta fyrsta mótið sem félagið stóð að upp á eigin spýtur.
Albert Eymundsson, sem segja má að hafi haldið lífi í þessu hornfirska afbrigði Manna með því að halda þrjú mót árlega, þar af eitt hér syðra, hefur nú arfleitt félagasamtök að hefðinni. Hann var fjarri góðu gamni í þetta sinn en reyndist ráðhollur og hvetjandi og rak þrjár systur sínar á mótið!

Manni2018b

Manni2018a

Heimilsfang

Starfsemi félagsins fer fram í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14.

Póst til Skaftfellingafélagsins, Söngfélags og Kvikmyndasjóðs skal senda á:

Pósthólf 9105

129.Reykjavík

Auglýsingar

heidmork

 

songfelagid

 

skalm

 

kvikmyndaklubbur

 

ftspor fors

 dynskogar