Skaftfellingafélagið í Reykjavík

Breidholtskirkja

Árleg Skaftfellingamessa verður haldin samkvæmt venju í Breiðholtskirkju í Mjódd, sunnudaginn 11. mars 2018 og hefst kl. 14.
Það eru sr. Gísli Jónasson prófastur og fyrrum prestur í Vík, Magnús Björnsson prestur í Breiðholtskirkju og sr. Ingólfur Hartvigsson prestur á Kirkjubæjarklaustri sem leiða helgihald auk þess sem sr. Skírnir Garðarsson prestur í Vík predikar.
Kórar úr Vestur-Skaftafellssýslu og Söngfélag Skaftfellinga leiða messusöng undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar, Einars A Melax organista og kórstjóra á Kirkjubæjarklaustri og Brians Rogers C Haroldssonar organista og kórstjóra í Vík.
Að lokinni messu verður kaffisala Söngfélagsins í safnaðarheimili kirkjunnar þar sem söngfélagar flytja nokkur lög af dagskrá vetrarins. Verð kr. 2000 (reiðufé eða posi).

Heimilsfang

Starfsemi félagsins fer fram í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14.

Póst til Skaftfellingafélagsins, Söngfélags og Kvikmyndasjóðs skal senda á:

Pósthólf 9105

129.Reykjavík

Auglýsingar

heidmork

 

songfelagid

 

skalm

 

kvikmyndaklubbur

 

ftspor fors

 dynskogar