Skaftfellingafélagið í Reykjavík

Fimmtudagskvöldið 9. nóvember kl. 20 heldur Skaftfellingafélagið í Reykjavík myndakvöld í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, Reykjavík (gengið inn að austanverðu - hjá Bónus). 

Lilja Magnúsdóttir á Kirkjubæjarklaustri sýnir og segir frá ljósmyndum úr Skaftárhreppi sem hún hefur skannað upp úr 30 einkasöfnum. Myndirnar eru sumar frá því fyrir aldamótin 1900. 

Þá er einnig fyrirhugað að sýna gamla kvikmynd úr Öræfum.

Aðgangur kr. 1000 með inniföldu kaffi og kruðiríi skv. venju.

OraefaJokull1

 

 

Heimilsfang

Starfsemi félagsins fer fram í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14.

Póst til Skaftfellingafélagsins, Söngfélags og Kvikmyndasjóðs skal senda á:

Pósthólf 9105

129.Reykjavík

Auglýsingar

heidmork

 

songfelagid

 

skalm

 

kvikmyndaklubbur

 

ftspor fors

 dynskogar