Skip to main content

Skaftfellingamessa - 10. mars 2024

Skaftfellingamessa verður haldin í Breiðholtskirkju sunnudaginn 10. mars 2024, kl. 14:00

Prestar frá Hornafirði þjóna fyrir altari.

Söngfélag Skaftfellinga syngur undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar organista.

Kaffisala Söngfélags Skaftfellinga eftir messu í safnaðarsal Breiðholtskirkju.

Breidholtskirkja

Myndasýning 4. mars - Fjöll og firnindi

Mánudaginn (athugið að núna bregðum við frá sjónvarpslausum fimmtudögum !) 4. mars kemur Leifur Örn Svavarsson fjallaleiðssögumaður og heldur myndasýningu og segir frá fjöldamörgum ferðum sýnum um jökla og fjöll í Skaftafellssýslum.

Í Breiðfirðningabúð Faxafeni 14. 

Byrjum kl. 20:00 og kaffi í hlé.

2.000 krónur inngangseyrir.

LeifurO1

Aerfjall1

Midfell

Skaftfellingamessa - 10. mars

 Skaftfellingamessa verður í Breiðholtskirkju sunnudaginn 10. mars kl. 14:00.

Þorrablót - 27. janúar 2024

Þorrablót Skaftfellingafélagsins verður haldið í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14
laugardaginn 27. janúar 2024. Það hefst með borðhaldi kl. 20 - húsið opnað kl. 19.
Glæsilegt þorrahlaðborð frá Höfðakaffi.
Veislustjórar: gleðigjafarnir Hákon Kristmundsson og Skúli Oddsson.
Vinir Skúla skemmta með söng og Bragi Fannar Þorsteinsson nikkubróðir frá Höfn leikur undir almennan söng og fyrir dansi. 
Miðapantanir til og með 21. janúar hjá:
Gunnþóru         Hákoni         Laugu Jónu     Skúla 
(892 5415)    (821 2115)     (891 7354)   (864 3415)
Miðaverð kr. 9.000 / eftir borðhald kr. 2.000
Hlökkum til að sjá ykkur 

Jólakveðja

Skaftfellingafélagið óskar öllum gleðilegra jóla.

Síðan hittumst við hress á þorrablóti 27. janúar.

jól tree 2022

Aðventustund 10. desember

Aðventustund verður sunnudaginn 10. desember 2023, kl. 14 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.

Aðventustundin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár.
Söngfélagið syngur jólalög, bornar verða fram glæsilegar kaffiveitingar, gengið í kringum jólatré með sveinum, sprelli og söng.
Aðgangseyrir kr. 2000 fyrir fullorðna.

Svo er stefnt að þorrablóti 27. janúar 

Christmas tree