Aðalfundur - 9. maí 2023
- Nánari upplýsingar
Aðalfundur Skaftfellingafélagsins haldinn
þriðjudagskvöldið 9. maí 2023, kl. 20:00, í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Dagskrá (áætluð)
1) Fundur settur
2) Kosning starfsmanna fundarins
3) Skýrsla stjórnar
4) Reikningar félagsins
5) Skýrsla og reikningar Kvikmyndasjóðs
6) Skýrsla Söngfélags Skaftfellinga
7) Lagabreytingar
8) Húsnæðismál og framtíð félagsins
9) Stjórnarkjör
10) Önnur mál
Vortónleikar- og kaffi - 29. apríl
- Nánari upplýsingar
Skaftfellingamessa 26. mars í Breiðholtskirkju kl. 14:00.
- Nánari upplýsingar
Skaftfellingamessa verður 26. mars í Breiðholtskirkju kl. 14:00.
Sr. Bryndís Malla Elísdóttir er prestur í kirkjunni og henni til aðstoðar verða fyrrverandi prestar fyrir austan Sr. Ingólfur Hartvigsson og Sr. Haraldur Kristjánsson.
Sönfélagið mun sjá um söng ásamt félögum að austan.
Eftir messuna mun Söngfélagið verða með kaffi og tónleika í safnaðarheimilinu en dagin áður, 25. mars verður sönfélagið 50 ára !
OG svo muna eftir Skaftfellingaballinu 31 mars.
Myndakvöld 9. mars
- Nánari upplýsingar
Fimmtudagskvöldið 9. mars munu Páll Imsland jarðfræðingur og Lilja Magnúsdóttir íslenskufræðingur og kennari sína myndir í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14.
Myndsýning Páls kallast; Náttúran, stór og smá - litir, ljós og líf.
Myndasýning Lilju kallast; Sögur og myndir úr Eldsveitunum.
Lilja segir frá efni af vefnum Eldsveitir.is og sýnir myndir úr safninu Myndspor. Sögur af lífinu á Klaustri, göldróttum presti á Hörgslandi, sjóblautum draugum í Meðallandi, björgun strandmanna, grasakonu á Kálfafellskoti, listamönnum og náttúruhamförum. Einnig sagt frá og sýndar ljósmyndir úr ferð um Fjallabakleið fyrir 90 árum þar sem Munda frænka er ein kvennanna.
Skaftfellingamessa verður 26. mars.
Svo verður dansleikur með Grétari Örvars 31. mars. Munið eftir að taka kvöldið frá.
Kvískerjasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki
- Nánari upplýsingar
Skaftfellingafélagið óskar öllum gleðilegra jóla
- Nánari upplýsingar
Skaftfellingafélagið óskar öllum gleðilegra jóla.
Síðan hittumst við hress á nýju ári við kórsöng, myndakvöld, messu, vorball og ýmislegs fleira.
- Aðventustund sunnudaginn 4. desember kl. 14:00
- Myndasýning 10. nóv. kl. 20:00 - Í ríki Vatnajökuls
- Vorkaffi og vortónleikar 30. apríl
- Aðventustund aflýst
- Skaftfellingafélagið – Myndakvöld 4. nóv
- Skaftfellingafélagið – Staðan
- Aflýsing samkoma
- Skaftfellingafélagið 80 ára
- Skaftfellingamessa og afmæliskaffi – Frestun
- Sagna- og myndakvöld 5. mars