Myndasýning 20. mars - Hornafjörður og rafvæðing V-skaft
Fimmtudaginn 20. mars kl. 20:00 þá verður myndasýning í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14 á vegum Skaftfellingafélagsins.
Steinar Garðarsson Hornfirðingur sýnir ljósmyndir frá níunda áratuga seinustu aldar frá Hornafirði. Myndirnar sýna fólkið og mannlífið á þessum árum, mikið af þeim tengjast lífinu í kringum fiskinn.
Síðan verður heimildarmynd Finnboga Hermannssonar og Hjálmtýs Heiðdal um Bjarna Runólfsson í Hólmi og fleiri rafstöðvasmiðir í Vestur-Skaftafellssýslu sýnd en þeir raflýstu tvöhundruð og þrettán sveitaheimili á fimmtíu ára tímabili. Í heimildamyndinni segir frá því þegar rafstöðvarsmiðirnir „litu á lækinn“, eins og þeir orðuðu það af sinni skaftfellsku hógværð, og stóðu að lokum uppi með á þriðja hundrað raflýst sveitaheimili um land allt.