Skip to main content

Myndasýning 20. mars - Hornafjörður og rafvæðing V-skaft

Fimmtudaginn 20. mars kl. 20:00 þá verður myndasýning í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14 á vegum Skaftfellingafélagsins.
Steinar Garðarsson Hornfirðingur sýnir ljósmyndir frá níunda áratuga seinustu aldar frá Hornafirði. Myndirnar sýna fólkið og mannlífið á þessum árum, mikið af þeim tengjast lífinu í kringum fiskinn.
Síðan verður heimildarmynd Finnboga Hermannssonar og Hjálmtýs Heiðdal um Bjarna Runólfsson í Hólmi og fleiri rafstöðvasmiðir í Vestur-Skaftafellssýslu sýnd en þeir raflýstu tvöhundruð og þrettán sveitaheimili á fimmtíu ára tímabili. Í heimildamyndinni segir frá því þegar rafstöðvarsmiðirnir „litu á lækinn“, eins og þeir orðuðu það af sinni skaftfellsku hógværð, og stóðu að lokum uppi með á þriðja hundrað raflýst sveitaheimili um land allt.

Þorrablót - Myndir

Nokkrar myndir frá velheppnuðu þorrablóti 25. janúar 2025.

Thorri2025b

Thorri2025c

Thorri2025d
 
Thorri2025e
 
 

Þorrablót - 25. janúar 2025

Þorrablót Skaftfellingafélagsins verður haldið í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14
laugardaginn 25. janúar 2025. Það hefst með borðhaldi kl. 19 - húsið opnað kl. 18.  Athugið breyttan tíma.

Glæsilegt þorrahlaðborð frá Höfðakaffi. Auk hefðundins þorramats verður lambakjöt með bernaise.

Veislustjóri og sögumaður: Jóhannes Kristjánsson eftirherma.
Vinir Skúla skemmta með söng og Friðrik Vignir Stefánsson spilar undir.
Steinunn Björg Ólfasdóttir syngur við undirleik frænda síns Guðjóns Steins Skúlasonar.
Bræðurnir Jón og Stefán frá Hofskoti í Öræfum sjá svo um undirspil við dans.

Miðapantanir til og með 19. janúar hjá:

Skúli              Hákon            Svavar
(864 4315)    (821 2115)      (698 9053)

Miðaverð kr. 9.000

Hlökkum til að sjá ykkur

Aðventustund 8. desember

Aðventustund verður sunnudaginn 8. desember 2024, kl. 14 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.

Aðventustundin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár.
Söngfélagið syngur jólalög, bornar verða fram glæsilegar kaffiveitingar, gengið í kringum jólatré með sveinum, sprelli og söng.
Aðgangseyrir kr. 2000 fyrir fullorðna.

Svo er stefnt að þorrablóti 25. janúar

Íslandsmótið í Hornafjarðamanna

Íslandsmótið í Hornafjarðamanna var haldið 15 nóvember í Breiðfirðingabúð.

Tólf öflugir spilarar mættu til leiks og það var góður andi í salnum.
Bjarki Elvar Stefánsson af Hofskotsætt var krýndur Íslandsmeistari eftir hörku spennandi keppni við hjónin Elínu Guðmundsdóttur og Jón Malmquist Guðmundsson frá Dvergasteini.

Hmanni2024 11a

Hmanni2024 09a

Hornafjarðarmanni - Íslandsmót - 15. nóvember