Skip to main content

Aðventustund 8. desember

Aðventustund verður sunnudaginn 8. desember 2023, kl. 14 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.

Aðventustundin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár.
Söngfélagið syngur jólalög, bornar verða fram glæsilegar kaffiveitingar, gengið í kringum jólatré með sveinum, sprelli og söng.
Aðgangseyrir kr. 2000 fyrir fullorðna.

Svo er stefnt að þorrablóti 25. janúar

Íslandsmótið í Hornafjarðamanna

Íslandsmótið í Hornafjarðamanna var haldið 15 nóvember í Breiðfirðingabúð.

Tólf öflugir spilarar mættu til leiks og það var góður andi í salnum.
Bjarki Elvar Stefánsson af Hofskotsætt var krýndur Íslandsmeistari eftir hörku spennandi keppni við hjónin Elínu Guðmundsdóttur og Jón Malmquist Guðmundsson frá Dvergasteini.

Hmanni2024 11a

Hmanni2024 09a

Hornafjarðarmanni - Íslandsmót - 15. nóvember

Myndsýning

Vel mætt á myndasýningu 7. nóv.

Skaft01

Skaft02

Hornafjarðarmanni - Íslandsmót - 15. nóvember

Íslandsmót í Hornafjarðarmanna verður haldið næsta föstudagskvöld 15 nóvember kl. 20:00 í Breiðfirðingabúð.  Keppt hefur verið um titilinn frá árinu 1998 en Íslandsmótið hefur legið niðri síðan 2019 vegna Covid og annars fára.

Það er mikill félagsauður í Hornafjarðarmanna.  Hann tengir saman kynslóðir en Hornafjarðarmanninn hefur lengi verið spilaður eystra og breiðst þaðan út um landið, meðal annars með sjómönnum og því hefur nafnið fest við spilið.  Fólk er hvatt til að taka unglingana og eldri borgara með og rífa frá símaskjánum en spilið tengir kynslóðir saman.

Spilareglurnar eru einfaldar og lærist spilið mjög fljótt. Það er hentugt keppnisform fyrir mismunandi fjölda spilara.  Facebook síða er um Hornafjarðarmannann:  

Vinningar eru fyrir efstu þrjú sætin.   1000 inn og kökur og kaffi og gos.

Sigurvegarinn fær sértakan farandverðlaunagrip sem Kristbjörg Guðmundsdóttir hannaði og hýsir í ár.

Hmanni

Dagskrá vetrarnis

Dagskrá vetrarins er að mótast:
7. nóv. Myndasýning; Lifandi myndir frá 1974 og kyrrmyndir frá Hornafirði. Auglýst betur þegar nær dregur.
15. nóv. Hornafjarðarmanni
8. des. Aðventustund
25. jan. Þorrablót.
11. maí Vorkaffi